Kirkjuritið - 01.04.1972, Page 12

Kirkjuritið - 01.04.1972, Page 12
komið hafi um þrjú til fjögur hundruð barna ó fyrsta sunnudegi, en síðan um sex hundruð. Ég spyr Sveinbjörn um upphaf þess- arar starfsemi. Hann svarar því til, að byrjað hafi verið ó öðrum sunnu- degi í aðventu, síðan hafi verið gert hlé frá þriðja sunnudegi í aðventu og fram yfir þrettánda, en þá tekið til að nýju og þá um leið farið að skipta í smœrri hépa eftir aldri líkt og tíðkist í sunnudagaskólum. — Er frumkvœðið úr guðfrœði- deild? — Það mun hafa verið þannig, segir dr. Björn, — að séra Ólafur Skúlason, sem þjónaði þessari byggð, rœddi um það við bi’skup, hvort ekki mundi hugsanlegt að efla kirkjulegt starf hér, þar sem hér mundi fljót- lega stofnuð ný sókn. Síðan kom biskup að máli við mig um það, hvort ekki mundi unnt að tengja starfsnám guðfrœðinema kirkjulegu starfi hér, áður en hingað kœmi prestur. Þetta leiddi svo til þess, að myndaður var starfshópur, sem í voru nokkrir guðfrœðistúdentar, œskulýðs- fulltrúi þjóðkirkjunnar, sóknarprest- urinn, séra Ólafur Skúlason og svo fulltrúar úr hverfinu, þar á meðal við Anna María. Þessi hópur kom saman nokkrum sinnum og lagði á ráðin varðandi barnastarfið. Sömu- leiðis undirbjó hann fundi með full- orðnum í hverfinu. Þegar sóknin er mynduð, tekur hún síðan þessi um- svif á sína arma. " Hafði enginn aðili annar en þjóðkirkjan sem slík sýnt hér áhuga á kristilegu starfi? Jú, KFUM er með og hefur verið með sunnudagaskóla hér 1 hverfinu. — En söfnuðir utan þjóðkirkju hafa ekki haft sig hér í frammi? — Nei, ekki svo að vart hafi orðið við þá. Sigurþór segir, að einstaklingur ' hverfinu muni hafa boðið börnum heim til sín til guðsþjónustu, en hann veit ekki, hvaða söfnuði sá maður er i- — Hefur KFUM lengi haft hér sunnudagaskóla? — Já, þeir voru með barnastarf hér í fyrra, segir Björn. — Síðan hefur aðstaðan batnað nokkuð hjá þeim með nýju húsi, sem þeir nota í vetur. Sveinbjörn bœtir því við, að sunnu- dagaskóli KFUM hefjist klukkan hálf ellefu, en síðan komi börnin gjarnd við hjá þeim stúdentum í heimleið til þess að bœta við sig. Þverskurður af borgarlífi — Það er vitanlega nokkuð ljóst' hvernig nýr söfnuður verður til þœr aðstœður, sem hér eru. En hvaða sjónarmið ráða svo vali í sóknar- nefnd? Sigurþór heldur, að tilviljun ráðj mestu, en segir síðan, að Björn verði að svara. — Það er allt honum að kenna, að ég er kominn í sóknarnefnd. Séra Arngrímur spyr, hvort sóknar- nefndin hafi ekki orðið til upp ar samstarfsnefndinni, sem áður var get' ið. Þau telja ekki bein tengsl Þar á milli, nema hvað Anna María kynn' að hafa valizf í sóknarnefnd, vegna þess að hún var í fyrri nefndinnn Björn segist hafa beðið Sigurþór a^ 10

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.