Kirkjuritið - 01.04.1972, Blaðsíða 90
bœta úr þeim tómleika, sem einkenn-
ir margar nútímakirkjur.
Stundum voru tjöld höfð meðfram
altari báðum megin. Voru þá fjórar
súlur reistar til að bera þau uppi.
Þetta hefur verið í einni kirkju hér
á landi, Hóladómkirkju. Ekki er gott
að sjá neinn skynsamlegan tilgang
með því, og ekki hentar það lítúrg-
iskum viðhorfum nútímans.
Það má heita áfrávíkjanleg regla
hér á landi, að umkringja altarið
grindum, sem kallast gráður (gradus).
Hlutverk þeirra er að gera altaris-
gestum auðveldara að krjúpa, meðan
þeir meðtaka sakramentið. Áríðandi
er, að lögun þeirra sé þœgileg fyrir
þá, sem þar krjúpa, svo að þeir
fái notið hinnar helgu þjónustu. Sá
siður, að krjúpa, kom upp á mið-
öldum. Áður meðtóku menn sakra-
mentið standandi. Það er galli á
þessum sið, að hann bœgir þeim
stundum frá, sem erfitt eða ómögu-
legt er að krjúpa af heilsufarsástœð-
um. Rómverska kirkjan mun vera að
leggja þennan sið niður. Grindur
þessar eiga að vera opnar fyrir miðju
altari, svo að allir í kirkjunni sjái
opna leið að aitari. Við upprisu
Krists rofnaði fortjald musterisins, og
síðan eiga allir þeir, sem í Kristi eru,
beinan aðgang að náðarborði Guðs.
Framhald í nœsta hefti.
þakkargjörð á páskum
PRÆFATIO PASCHALIS
V. Drottinn sé með yður.
R. Og með þínum anda.
V. Lyftum hjörtum vorum til himins.
R. Vér hefjum þau til Drottins.
V. Látum oss þakka Drottni Guði vor-
um.
R. Það er maklegt og réttvíst.
V. Sannlega er það maklegt og rétt-
víst, skyldugt og mjög hjálpsamlegt,
að vér, Drottinn, alla tíma háloit-
lega heiðrum og lofum þig, en þ°
einkum á þessum dýrðardegi (eða:
þessum tíma), þegar páskalambi
voru, Kristi, var fyrir oss fórnfœrt.
Því að hann er hið sanna páska-
lamb, sem burttók allar heimsins
syndir. Sá, sem með dauða sínum
hefir vorn dauða sigrað og l'f'®
fyrir sína upprisu endurnýjað.
Og þess vegna með englunum oQ
höfuðenglunum, með tignunum og
drottinvöldunum, ásamt með öllum
himneskum hirðsveitum syngjum ver
lofsönginn þinnar dýrðar óaflátan-
lega segjandi:
R. Heilagur, heilagur, heilagur ert þu'
Drottinn, Guð allsherjar. Himnarnir
og jörðin eru full af dýrð þinm-
Hosianna í hœstum hœðum.
Blessaður sé sá, sem kemur í nafn'
Drottins. Hosianna í hœstum hœðum-
Úr MESSUBÓK fyrir presta og söfnuSi-
tekin saman af síra Sig. Pálssyni 1961’
88