Kirkjuritið - 01.04.1972, Blaðsíða 44
til og fengu margir hverjir þá ásök-
un af hálfu landsbúanna, að þeir
vœru mótmœlendur. Consondine tel-
ur, að 50—70 milljónir kaþólskra
manna í Suður-Ameríku séu án prests-
þjónustu. Sé tekið tillit til þeirrar
fjölgunar íbúa, sem orðið hefur í
Suður-Ameríku eftir að Consondine
ritaði bók sína, mundi bók hans nú
heita ,,Ka11 til 65 þúsunda".
Annar kaþólskur klerkur ritaði fyrir
15 árum bók um ástand og horfur i
þessum hluta heims. Hann taldi að
aðeins 10% manna uppfyllti lág-
marksskilyrði þau, sem gera þyrfti til
þess að kallast sannur kaþólskur mað-
ur. Hann benti á þá staðreynd, að
fjöldi hefði snúið baki við kirkju og
kristindómi í öllum þessum löndum.
Það kom mörgum mönnum á óvart,
þegar ríkisstjórnin í Chile lét rann-
saka árið 1946, hvernig menn skipt-
ust í trúflokka í landinu. Samkvœmt
skýrslu þeirri kom í Ijós, að 70%
þjóðarinnar töldu sig trúleysingja eða
frelsishyggjumenn, 25% töldu sig
kaþólska og 5% mótmœlendur. Samt
sem áður teljum vér, samkvœmt
frœðslu í öllum landafrœðibókum, að
land þetta sé kristið land. í Brasilíu
eru taldar 47 milljónir kaþólskra
manna en 10 milljónir töldu sig spiri-
tista. Kaþólska kirkjan hefur hafið
talsverða sókn á þessu sviði og hefur
sent marga duglega og unga menn
til starfa í þessum löndum. Margir
þessarar nýju prestakynslóðar hafa
mikinn skilning á nauðsyn þess að
bœta kjör verkalýðsins, eigi kirkjan
að lifa áfram. Hins vegar hefur kirkj-
an víða aflað sér andstöðu fjölda
manna vegna þess, að hún ver hið
raunverulega auðvald víða í lönd-
unum á þann hátt, að óskiljanlegt
er oss mörgum Evrópumönnum.
III.
Fyrir um það bil 70 árum voru svo
til engir mótmœlendur í Suður-Ame'
ríku. Síðastliðin ár hefur verið feikn-
arlegur vöxtur í tölu þeirra. Nú mon1-1
þeir vera um 10—20 milljónir, og ma
segja, að það allt hafi áunnizt a
síðustu 40 árunum. Talið er, að á síð-
ustu 30 árum hafi tala þeirra 12 til ^
faldast. Árið 1953 áttu mótmcelend-
ur 19500 kirkjubyggingar í Suður-
Ameríku, þeir áttu 48 prestaskóla a9
3655 prestar störfuðu í söfnuðum
þeirra. Þá voru um 1500 nemar 1
prestaskólunum. Það er af mörgum
talið eitt merkilegasta fyrirbrigði nu-
tíma kristniboðssögunnar, sem gerzf
hefur í Suður-Ameríku síðustu árin,
og þá ekki sízt eftir síðustu heims-
styrjöld. Margir rita um það, að su
lífshreyfing sé einna líkust því, er
hlýir vorvindar siðbótarinnar f°rU
fyrst um Evrópu. Sœnskur prestur, sem
ferðaðist um Suður-Ameriku á vegurn
Lútherska heimssambandsins, segir
frá því, að mótmœlendur séu ve
þokkaðir, að víða sé nœgilegt a
setja utan á kirkjuhúsið auglýsin9u
eða skilti, sem á standi evangelis
kirkja. Þá streymi svo mikill fjöl^'
inn í salinn, að við liggi, að veggnn'
ir spryngi utan af söfnuðinum. dj1'
samkomur eru haldnar þar svo
mennar, að líkist stœrstu manna
mótum, sem um getur. Þar safnast
ekki aðeins tugir þúsunda saman,
42