Kirkjuritið - 01.04.1972, Blaðsíða 84
feðrunum, treystum vér, að hún verði
ekki hrakin, einkanlega þar sem vér,
að miklu leyti, gœtum hinna sömu
helgisiða, sem áður hafa tíðkast".ll,3.
,,Það eina er tilfœrt (hér), sem
nauðsyn þótti að skýra frá, svo að
menn kœmust í skilning um, að ekk-
ert er lögtekið hjá oss, hvorki I lœr-
dómi né kirkjusiðum, sem gagnstœði-
legt sé Heilagri Ritningu eða al-
mennri kirkju; því að það er fullljóst,
að vér höfum af ýtrasta megni goldið
varhuga við, að nokkrir nýir og ó-
guðlegir lcerdómar smeygðu sér inn
í söfnuði vora". Eftirmáli.
Af þessum ummœlum er augljóst,
að siðaskiptamenn héldu gömlu sið-
unum með þeirri undantekningu, að
þeir felldu úr það, sem þeir töldu
á móti réttri kenningu guðspjalla og
kirkjufeðra. Það snerti einkum vissar
bœnir. Hins vegar forðuðust þeir að
innleiða nýjungar.
Einnig bera þœr með sér, að þeir
litu ekki á siðina sem lögmál, heldur
sem form og reglu til þess að gera
uppbyggingu athafnarinnar mark-
vissari. Þeir bentu einnig réttilega á,
að helgisiðir hefðu aldrei verið eins
um alla kirkjuna. Þeir gerðu skýran
mun á því, sem menn hafa innleitt
og menn geta því breytt, og hinu,
sem Guð hefur boðið og aldrei getur
breyzt.
Þegar Kristján III, konungur Dana,
gaf út kirkjuorðu sína 1537, byggði
hann helgisiða-fyrirmœli sín á þessu
riti. Messa sú, sem þar er gert ráð
fyrir, heldur öllum liðum hinnar fornu
messu, eins og lúterskir siðaskipta-
menn höfðu gert ráð fyrir og með
sömu breytingum. Þar er getið ým-
Skrautveggur bak við altari.
82