Kirkjuritið - 01.04.1972, Page 56

Kirkjuritið - 01.04.1972, Page 56
Maria Lyckhage frá Gautaborg ann- aðist að þessu sinni. Að loknum morgunverði, kl. 10.30, hófst svo síð- asti fyrirlesturinn á mótinu. Var það vinkona mín frá Helsingfors, Gunda von Martens, lektor, sem flutti þenn- an fyrirlestur, er fjallaði um, hvort og hvernig kristinn söfnuður gœti haft sem mest og bezt áhrif á fólkið og umheiminn. Var þetta mjög gott og lœrdómsríkt á að hlýða og fyrirlest- arinn með afbrigðum skemmtilegur. Kl. 12.30 var snœddur síðasti há- degisverðurinn okkar í Ystad og var þá mótinu endanlega slitið. Sumar konurnar kvöddu og héldu heim til sín, en flestar tóku þátt í ferðalagi, sem ráðgert hafði verið fyrirfram, um syðsta hluta Svíþjóðar (Skán). Við fórum í þrem stórum bílum og voru leiðsögustúlkur í hverjum bil, sem kynntu fyrir okkur það, er fyrir augu bar. Skoðaðir voru merkir staðir og þar á meðal sumarhús Dag Hammerskjölds, er hann var nýbúinn að kaupa og láta innrétta, þegar hann fórst. Þetta er œvagamalt hús og er það nú eign ferðafélaga og er nokkurs konar minjasafn, þar sem gefur að líta marga fagra muni og dýrmœta, sem Hammerskjöld voru gefnir á ferðalögum hans um heim- inn á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ferðinni lauk svo í Lundi, þar sem hin fagra og frœga dómkirkja var skoðuð. Að loknum kvöldverði í veit- ingahúsi, vorum við boðnar í kvöld- kaffi til biskupshjónanna í Lundi- Fengum við þar hinar beztu mot- tökur, og þar var okkur einnig skemmt með söng og hljóðfœraslœtti. Bisk- upshjónin sýndu okkur hið glœsileg0 biskupssetur, hátt og lágt, og fannst mér það vera líkast konungshöll, en ferðatöskur okkar gestanna fylltu tvo herbergi og stóran gang. Þarna í biskupsgarði skildu svo leiðir okkar. Norsku konurnar fóru fyrst með lest til Oslo, síðan þ®r sœnsku, sitt í hverja áttina, þ®r dönsku með bát yfir til Danmerkur, en þœr finnsku œtluðu að vera nott- ina í Lundi og leggja svo af stað um morguninn í bílnum sínum til Stockhólms og þaðan með skipi til Finnlands. Ég fór með presthjónum til Helsing- borgar, þar sem ég var um nóttina hjá vinkonu minni, en daginn eftit fór ég til Kaupmannahafnar og þa^' an með flugvél heim. Þá var þessari ferð minni lokið og á ég margar góðar endurminn- ingar um hana. Ég tel, að slík moL sem þessi, séu mjög lœrdómsrík og uppbyggjandi, en vafasamt tel e9 að hafa svo mörg og löng erindL sem þarna voru. Ég held, að maður hefði meira gagn af fcerri erindum og styttri. Þarna er alltaf a.m.k. helm- ingur, sem á erfitt með að fylgi0^ með, sérstaklega ef um langt mól er að rœða. En það bœtti úr skák/ að við fengum flest erindin fjölrituð.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.