Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1973, Side 32

Kirkjuritið - 01.12.1973, Side 32
eitt saman. Það er svo önnur hlið ó mannlegu lífi hvernig það er með- höndlað af þeim, sem það er léð og hvernig þeir standa Guði skil ó mögu- leikum þess og tœkifœrum. Kristnir menn eru löghlýðnir menn og góðir þegnar œttjarðar sinnar. Þegar um það er að velja að hrinda ólögum, þó hlýðnast þeir Guði framar mönnum, sýna það í verki og taka af- leiðingum þess. Kristnir menn eru fallnir í gildru, sem hótar þeim dauða, ef þeir lóta það undir höfuð leggjast, að taka skýra afstöðu í þjóðmólum og til þeirra manna, sem kjörnir eru til að fara með vald þeirra ó Alþingi. Hyggi kristnir menn, að trú þeirra snerti ekki þjóðmól eða stjórnmól, þó eru þeir ó villigötum. Óvinir Guðs og fjölskyldu hans telja ekkert ókjósanlegra en af- skiptaleysi eða einurðarleysi kristinna manna um pólitísk efni. Þar, sem þess- ir Guðs óvinir hafa nóð tökum ó þjóð- um hafa þeir svínbeygt kristna menn, ofsótt með ofbeldi, fyrirlitningu, fang- elsun og dauða. Kristinn maður er fyrir Guðs sakir skyldugur að taka afstöðu og fram- fylgja henni — og œtíð við kjörborð. Þeir kunna, ef lítið er um mannval, að þurfa að skila auðum seðli, en það eiu mótmœli og ekki afskiptaleysi, ef rétt er skoðað. Kristnir menn verða að reyna að gera sér grein fyrir hinum réttu tengsl- um milli hins veraldlega og hins guð- lega. Þeir eru staddir í heiminum og finna fyrir þrengingum hans. Þess vegna heimfœra þeir grundvallarsjón- armið trúar sinnar til þess, sem við ber í umhverfi þeirra og í veröldinni. Djörf tilraun En umfangmesta og djarfasta tilraun til fermingarbarnanám- skeiðs gerði Æskulýðsnefnd Rangœinga síðla á síðasta sumri. Síra Halldór Gunnarsson í Holti hefur lengi verið mikill hvatamaður slíkrar tilraunar og unnið ötuilega að undirbúningi hennar. Kom hann sjálfur með um fjörutíu fermingarbörn, eða flest fermingarbörn nœsta árs úr Rangárþingi, í Skálholt síðustu daga í ágúst og hafði með þeim nokkurra daga námskeið. Hon- um til fulltingis var einkum Guð- mundur Einarsson, œskulýðs- fulltrúi. Ber þeim saman um, að námskeiðið hafi tekizt með ágœtum. Kostnaður við slíkt námskeið er vandamál. Síra Sigurður Haukdal, prófastur Rangœinga, bar fram þó ósk við sóknar- nefndir og hreppsnefndir í her- aðinu, að þœr veittu fjárhags- sfuðning, og var því góðfúslega tekið. Lögðu hreppsnefndir fram 25 kr. á hreppsbúa, en sóknar- nefndir 10 kr. á hvert sóknar- barn. Frá Hðindum heima, bls. 351. 318

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.