Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1973, Side 61

Kirkjuritið - 01.12.1973, Side 61
Orðabelgur Kirkjan í ungum augum Þau sátu viS eins konar langborð. Surn voru að tafli, önnur lásu eða dunduðu eitthvað í höndum og spjöll- uðu. Þau, sem tóku kveðju minni, gerðu það alúðlega. Hin héldu áfram 'ðju sinni eins og ekki hefði í skorizt. Slíkur er gjarna háttur ungs fólks á áttunda tug tuttugustu aldar. Þau virtust una sér, hafa sína hentisemi. Hver var klœddur eins og honum hentaði. Flikur lágu eða héngu á stól- bokum. Og mér var borið kaffi, þegar é3 var seztur við borðið. Það var pilt- Ur, sem fœrði mér bollann, frjálsmann- 'e9ur og drengilegur. Þar voru saman komnir skiptinem- ar- svonefndir, flestir íslenzkir. Mér nafði verið boðið að taka þátt í s^eggrœðum þeirra um kirkjuna. Skeggrœður þcer spunnust á þann ^9. að nokkur sársauki fylgdi, máttu Þ° efalaust heita hollar. Því unga 0 ki þótti messan hátíðleg og silaleg u^i of. Einkum virtust spjót beinast a kvöldmáltíðarathöfninni. Svo var a skilja, að prestar þœttu íhalds- samir um of. Þeir vœru tregir til að a nýbreytni í kirkjum sínum, og 'I ia^álk, sem einkum vœri eldra fólk, ^átöldum börnum, styddi þá. Að- yagra fólks, sem reyna vildi nýj- stoS ungar í kristilegu starfi, vœri afþökk- uð. Síðar barst talið að fermingu og fermingarundirbúningi, og þá fór nú gamanið að kárna, svo að um mun- aði. Þar féllu engin hrósyrði um presta. En bezt er að fara ekki lengra út i þá sálma. Einn skiptinemanna hafði dvalizt í Noregi og kynnzt þar kristnu fólki. Var auðfundið, að þar hafði kviknað áhugi, sem síðar hafði fallið í grýttan jarðveg hér heima. Barst m. a. í tal, að mörg heimili í Noregi tœkju nú virkan þátt í ferm- ingarundirbúningi. Þar gœfist ferm- ingarbörnum kostur á að koma sam- an og frœðast og uppbyggjast í sam- rœðum við trúað fólk. — Vœri þess nokkur kostur að koma slíku á hér heima? — Það var talið vandkvœð- um bundið. Trúarlíf vœri svo fáskrúð- ugt, trúin slíkt feimnismál, að erfitt mundi að finna fólk á íslandi, sem gœti og vildi sinna slíku safnaðar- starfi. FrœSsla í ólestri Um þetta virtust þeir sammála, sem þátt tóku í umrœðum þessum. Og hvaða úrrœða er þá völ? Fermingar- 347

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.