Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.12.1973, Page 91

Kirkjuritið - 01.12.1973, Page 91
kennum ekki, að Guð hafi sett fram algild boðorð, og synd er brot mannsins gegn þessum boðorðum. En hér mœta okkur aðrir erfiðleikar hin slœvða sektarvitund mannsins. Hin boðorðalausa siðfrœði gjörir allt af- sfœtt. Maður telur sig ekki brjóta 9egn neinu boðorði. Fyrir mörgum er raunveruleiki sektarinnar horfinn, og þá verður friðþœgingin milli Guðs og manns rökleysa. Menn koma sér hjá þvi að viðurkenna nokkra sekt. Skuld- 'nni er skellt á heildina. Samfélagið °9 kerfið bera ábyrgðina á mistök- um og vanlíðan. Ef maðurinn fyndi til Sektarkenndar, vœri hann ekki nógu sterkur til þess að bera þá þjáningu, sem cetið fylgir með sektinni. Lausn mannsins verður því sjálfslausn. ,,Nú- t'mamaðurinn gengur alltaf um í iðr- unarbúningi“. Ef maðurinn á að geta skilið, hve róttœka breytingu frið- þnegingin hefur í för með sér fyrir stöðu hans í heiminum, verður hann að lœra að þora að horfast í augu við sekt sína og leyfa hinni miklu umbreytingu að eiga sér stað. II. Hneykslunarhella krossins er fólgin í viðurkenningu þeirrar stað- reyndar, að Guð er algjört réttlœti og frammi fyrir honum er maðurinn sek- ur. Maðurinn er frjáls að því, hvort hann viðurkennir þetta eða ekki. Guð neyðir engan. Hann virðir mikil- leika mannsins, að hann er skapaður í Guðs mynd og getur þegið eða hafnað friðþœgingarboði Guðs. Þver- stœðan er sú, að mikilleiki mannsins birtist! synd hans. Mikilleiki mannsins veldur því, að annaðhvort stendur hann frammi fyrir kœrleika frávita Guðs, algjörri heimsku krossins, eða hann sér kœrleika Guðs í friðþœging- unni vera forsendu nýrrar sköpunar, nýs hjarta og nýrrar tilveru. Jónas Gíslason þýddi. 377 L

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.