Kirkjuritið - 01.04.1976, Qupperneq 32

Kirkjuritið - 01.04.1976, Qupperneq 32
Nauðsyn úrbóta Enginn könnun hefur mér vitanlega farið fram á því, hvers vegna þetta ástand ríkir, en manna í millum eru m. a. oftlega nefndar þessar ástæður: 1) Safnaðarvitund er lítil sem engin, og á þetta þó nær eingöngu við um Reykjavík. Hefur Reykjavík raunar sér- stöðu um þetta mál svo sem margtann- að, þótt ekki skuli nánar farið út í þá sálma hér. Sé hugtakið safnaðarvitund víkkað ofurlftið og með því ekki aðeins átt við vitund um, hvaða söfnuði við- komandi tilheyrir, heldur átt við vitund um þá ábyrgð að vera limur á líkama Krists, þá verður skortur á þessari vit- und ekki bundinn við Reykjavík eina. 2) Kerfi velferSarrikisins hefur bundið kirkjuna á þröngum bási. Henni er ætlað að skíra, ferma, gifta og greftra. Aðrar stofnanir hafa tekið við öðrum þáttum, er kirkjan var svo til ein um að sinna áður, s. s. upp- fræðslu, hjúkrun, tryggingarkerfi o. s. frv. Hér er því þó við að bæta, að persónulega tel ég raunar velferðar- ríkið sprottið af kristnum rótum og get ekki auðveldlega bent á betra þjóð- félagsskipulag. Hættan er hins vegar sú, að velferðarríkið glati því markmiði og þeim grundvelli, sem það er sprott- ið af og átti að stefna til. Skal hér bent á skólana, sem eru af lútherskum uppruna, þ. e. barnaskólar, og voru í upphafi fyrst og fremst ætlaðir til að vera heimilum og söfnuði hjálp í kristnu uppeldi barnanna. í dag hefur þessi grundvöllur og þetta markmið glatazt að verulegu leyti, og þó að til- lögur kristinfræðinefndar um kristin- fræði í grunnskólum séu stórt spor í rétta átt, þá slekkur áhugaleysi kenn- araskólanema um kristinfræðikennslu von um nægilegar úrbætur. Tímans vegna get ég ekki farið frekar út í þessi mál hér, en læt í Ijós þá skoðun, að söfnuðirnir geti ekki vonazt til, að skólarnir leysi þá undan hlutverki sínu í æskulýðsstarfi. 3) Presturinn er orðinn n. k. kóng- ur, sem þolir ekkert safnaðarstarf nema hann sé þar pottur og panna. Skoðun þessi virðist útbreidd og vissulega virðist fræðilegur möguleiki hennar fyrir hendi. 4) Áhugaleysi prestsins drepurniður alla viðleitni safnaðarins eða einstakl- inga innan hans, er vilja taka hlutverk sitt alvarlega. Einnig þessi möguleiki hlýtur að vera fyrir hendi, eins og mál- um er nú háttað, en sú er einmitt sorg- in stærst í þessu sambandi, að slíkt á raunar ekki að geta gerzt. Svo þræl- bundið persónu prestsins má safn- aðarstarfið ekki vera. 5) Lífsbaráttan, þ. e. við að halda í rófuna á hinum hraðskreiða lífsstand- ard, er orðin svo hörð, að til undan- tekninga telst, ef safnaðarmeðlimii- hafa getu til að vinna allt starf sitt inn- an safnaðarins í sjálfboðavinnu. Það verður að vera Ijóst, að söfnuðurinn verður að geta greitt fleirum en org- anleikara og söngkór. Ef vit á að vera í æskulýðsstarfi safnaðanna, þyi'fti hver söfnuður að geta greitt kostnað allan af því starfi. í fyrstu væri ekki óeðlilegt, að söfnuður miðaði við að greiða þeim, er vinna við æskulýðs- starfið allan útlagðan kostnað, þótt vinnan væri að talsverðu leyti sjálf' boðavinna. Æskulýðsstarf kostar að- stöðu, verkfæri o. fl. og allt slíkt kost- ar peninga. Ég þori að fullyrða, ^ 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.