Kirkjuritið - 01.04.1976, Page 52

Kirkjuritið - 01.04.1976, Page 52
fram á þriðja heimsþinginu um kristni- boð í Tambaram árið 1938. Það var Hollendingurinn Hendrik Kraemer, sem átti þar einna helzt hlut að máli. Það var um þetta leyti, sem kirkju- hugsunin varð mjög ofarlega á baugi og einkenndi hina alkirkjulegu hreyf- ingu. Guðfræði Karls Barths náði þó aldrei að kveða frjálslyndu guðfræðina niður, þótt hún yrði gerð áhrifalaus um sinn. Eftir styrjöldina birtist hún aftur tvíefld, og síðustu árin hefur hún lagt alkirkjuhreyfinguna undir sig, ekki sízt með tilstyrk veraldlegu guðfræð- inganna. Alkirkjuhreyfingin hefur alla tíð ver- ið spegill hræringa i guðfræði Evrópu og Ameríku. AK hefur alltaf verið vett- vangur kirkna og þar með einnig þeirr- ar guðfræði, sem hefur haft yfirhönd í þessum kirkjum. En oss ber einnig að líta á hina skipulagslegu þróun í AK. Það voru kristniboðsfélög og kristni- boðssamtök, sem áttu fulltrúa í Eden- borg, eins og fyrr er frá sagt. Þáttak- endur IMC urðu þá líka kristniboðs- félög eða kristniboðsráð, sem tóku til þjóða eða svæða. Úti á kristniboðs- akrinum tóku líka að myndast kristni- boðsráð þjóða eða svæða. i þeim voru fulltrúar kristniboðsfélaganna, þ. e. kristniboðar. Framan af voru það þessi ráð, sem önnuðust hin alþjóð- legu tengsl ungu kirknanna. En þegar á leið, urðu þau sjálfstæð að skipulagi, og þá var eðlilegt, að þessi ráð byggðust á grundvelli kirkjufélaga og væru skipuð fulltrúum ungu kirknanna. Þau urðu svokölluð Christian Counc- ils, ráð kristinna manna meðal þjóðar 50 eða svæðis. Kristniboðarnir hurfu úr myndinni. Yfirleitt fór svo hvarvetna, þar sem alþjóðlegar umræður urðu um kristniboðið og stöðu þess, að leið- togar ungu kirknanna komu saman ásamt forystumönnum kirkna og kristniboðs frá Vesturlöndum. Alþjóða- forysta kristniboðsins fór þannig á mis við einkar nauðsynlega og dýrmæta sérfræðiþekkingu. Segja mátti, að þróunin stefndi í gagnstæða átt í hinum greinunum tveimur innan alkirkjuhreyfingarinnar. Heimskristniboðsþingin höfðu fjallað um vandamálin á kristniboðsökrunum. Hins vegar snerust umræður á heims- þinginu um trú og kirkjuskipan og um kristindóm í verki fyrst framan af um kirkjuleg og alþjóðleg vandamál á Vesturlöndum. Þarna voru fulltrúar, sem kirkjurnar höfðu sent. Faith and Order hófst með fræðslusamtölum, þar sem lokatakmarkið var sameining hinnar sundruðu kristni. Life and Work sneri að húmaniskum þjóðfélagsleg' um, og stjórnmálalegum viðfangsefn- um kirkjunnar. Smám saman var sjóndeildarhring' urinn víkkaður svo, að nú var einnig rætt um þriðja heiminn og erfiðleika hans. Þá tók fulltrúum ungu kirknanna líka að fjölga, eftir því sem tíminn leið- Nú eru þátttökukirkjur AK langflestar ungar kirkjur. Þannig tóku ungu kirkjurnar þátt ' samkirkjustarfinu á tvennum vígstöðv- um, að nokkru leyti innan IMC og þjóðráðanna og svæðaráðanna og a^ nokkru leyti sem þátttökukirkjur í AK- Nú á dögum eiga ungu kirkjurnar meiri hluta þeirra fulltrúa, sem sækJa heimskristniboðsþingin og þá fundi. A

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.