Kirkjuritið - 01.04.1976, Page 60

Kirkjuritið - 01.04.1976, Page 60
að víkja hér að nokkrum meginsjónar- miðum. Eins og íyrr segir, endurspegiar AK guðfræðina almennt í Evrópu og Am- eríku. En menn hafa ávallt haft nokkra tilhneigingu til að vera róttækir í sam- bandi við kristniboðið og alkirkjuhreyf- inguna. Ástæðan er sennilega sú, að hér er um að ræða guðfræði í verki og aðhæfða guðfræði. Guðfræðihugmynd- um er breytt í verk og í hugsjóna- áróður. Kirkjufræðin Hér skal vikið að fjórum umdeildum atriðum. Það er í fyrsta lagi kirkju- skoðunin, sem hefur ríkt f alkirkju- hreyfingunni frá byriun. Þar er að finna hinn guðfræðilega rökstuðning fyrir öllu því, sem áður hefur verið minnzt á í sambandi við það, er ungu kirkj- urnar fengu sjálfstæði. Kirkjufræðin hefur fyrst og fremst fjallað um stofn- anir. Einingarhugsjónin I öðru lagi skal bent á sjálfa grund- vallarhugsunina, sem alkirkjuhreyfing- in hvílir á, þá, að eining kirkjunnar hljóti að koma í Ijós og verða sýnileg. Þetta er forsenda viðleitninnar til ein- ingar og til þess, að kirkjur renni sam- an í eina heild. Þegar þessar hugsan- ir eru í fylgd með guðfræði, sem ger- ir allt afstætt og slær úr og í, hlýtur afleiðingin að verða sú, að lítið verði gert úr sjálfum trúargrundvelli kirkj- unnar, hvað sem líður fullyrðingum í gagnstæða átt. Veraldlega guðfræðin Greinileg stefnubreyting varð í al- kirkjuhreyfingunni í lok sjötta áratugs- ins og byrjun hins sjöunda. Vér kynnt- umst veraldlegu guðfræðinni, sem beindi athyglinni frá einingu kirkjunn- ar til veraldlegra mála í þjóðfélagi, stjórnmálum, menningu og líknarmál- um. Guðfræðin fékk ,,lárétta“ stefnu, og hún náði hámarki um sinn á aðal- fundi AK í Uppsöium árið 1968. Þessi guðfræði er ekki ný af nálinm í sjálfri sér. Hún hefur marað í hálfu kafi alla tíð. Áhrifum frjálslyndu guð' fræðinnar frá aldamótunum var aldrei útrýmt að fullu. Þjóðfélagsguðfræði hefur alltaf lifað góðu lífi í AK, íyrst og fremst innan hreyfingarinnar Life and Work og deildar hennar í AK. Núna hafa menn orðið róttækari, ekki sízt í kenningum varðandi opin' berunina. Afstæðiskenning um trúarbrögðin Þessa gætir ekki hvað sízt á fjórða sviðinu, þ. e. um mat manna á trúaf' brögðum öðrum en kristindómnum- Menn hneigjast mjög til afstæðiskenn- ingar varðandi önnur trúarbrögð oQ lífsviðhorf. AK á drjúgan hlut að Þvl að koma þessum sjónarmiðurn 3 framfæri. Hér er vissulega um erfið mál a ræða, enda ekki auðvelt að greina a milli menningar og trúar með ÞeirT1 þjóðum, sem vér störfum á meða1- Oss miðar ekki áleiðis, nema vér höl um fast við skoðanir á opinberuninm, skoðanir sem eru vel grundvallaðar ■ Biblíunni. Þetta á bæði við kristm boðsfélögin og ungu kirkjurnar sjáÞar'

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.