Jörð - 01.09.1942, Page 26

Jörð - 01.09.1942, Page 26
AÐ var mjög liljótt í liúsinu. Árum saman hafði hann ekki þekkt aðra eins kyrrð. New York var liávær, og það var hafið einnig ó sinn hátt. En hér ríkti aldanna kvrrð. Hann fann hin máttugu og verndandi áhrif hennar umlykja sig. Hvernig gátu óvinirnir bugað svo voldugt, þögult og fornt riki? „Þeim ferst iikt og svöhun, sem ráðast á snævi þakinn fjallstind,“ hugsaði hann stoltur. Honum lil mikillar undr- unar var dyrunum nú hrundið upp og faðir hans gekk inn í herbergið. „Faðir minn,“ hrópaði hann glaður. „Sonur minn,“ svaraði liinn og gekk lil Martins, greip báðar hcndur hans og horfði í andlit honum. Þegar Martin mætti þessu einlæga, spyrjandi augnaráði, greip hann skyndileg feimni. Hvaða liltæki var þetta, að fað- ir hans kom sjálfur til herbergis hans? Það var ólíkt hinum stranga manni, sem hann mundi eftir, að ganga þannig á snið við gamlar venjur. Hann hafði verið reiðubúinn að ganga á fund föðnr síns, þegar kallið kæmi, standa, á með- an faðir hans sat, og' svara aðeins, er yrt væri á hann. En nú stóðu þeir andspænis hvor öðrum og svipur hins aldraða manns lýsti nærri óþægilegri ákefð. Hann hafði elzt mikið. Martin hörfaði undan. Faðir hans losaði jafnskjótt hand- takið og svipurinn hvarf. „Hvernig líður þér?“ spurði hann. „Ágætlega,“ svaraði Martin og flýtti sér að halda áfrani: „Ég vona, að þú sért ekki reiður við mig, þótt ég óhlýðnaðist þér, faðir minn. Mér fannst ég verða að koma heim núna —af tveim ástæðum. I fyrsta lagi vildi ég leggja minn lilut til landvarnarstarfsins og í öðru lagi skammaðist ég mín fyrir að dvelja í allsnægtum erlendis við skólanám, á með- an að hörmungarnar dynja á þjóð minni.“ Faðir hans stóð og virti hann fyrir sér. „Ég er ekki reið- ur,“ svaraði hann, „enda stoðaði það lílið; þessi kynslóð fer sínu fram!“ „Nei, segðu það ekki, faðir minn,“ hrópáði Martin. „Mér finnst ])á, að þú munir vera mér reiður!“ 21 fi jöni>

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.