Jörð - 01.09.1942, Page 38
ÞJÓÐMENNING
Ólafur Jónsson:
VERKMEN NING
(NiÖurlag.)
II.
FYRRI HLUTA þessarar greinar ,hef ég reynt að sýna
fram á, að einn meginþáttur verkmenningarinnar sé
verkkunnátta og í þeim efnuin séum við því miður
illa á vegi staddir. Nú vil ég víkja nokkuð að öðrum megin-
þætti verkmenningarinnar, vinnugleðinni.
Sönn vinnugleði er eklci sú áuægja, sem við finnum til með
sjálfum okkur, þegar lokið er erfiðu eða óþægilegu starfi og
okkur hefur tekizl að leysa það af hendi giftusamlega. Þessi
gleði er að vísu eðlileg' og réttmæt; hún er gleðin yfir þvi,
að við höfum sýnt þá festu að láta ekki það óþægilega eða
örðuga koma í veg fvrir, að við gerðum skyldu okkar. Slíkar
sigurvinningar vekja sjálftraust okkar og manndóm og því
er okkur heimilt að gleðjast.
Vinnugleði er ekki heldur gleði verkamannsins yfir góð-
um feng eða launum að loknu verki, éða gleði hins ráðdeild-
arsama atorkumanns, sem hefur fyllt allar hlöður og birgða-
hús og finnst hann nú hafa ráð á að hvílast og njóta ávaxt-
anna af iðju sinni. Að vísu tel ég þessa gleði fyllilega rétt-
mæla og að sá maður, sem getur horft tilbaka yfir ávaxtarikt
ævistarf, sé að öllum likindum vel við dauða sínum búinn.
Mér dettur ekki í hug, að það standi í vegi fyrir sáluhjálp
hans, þótt hann skili eftirkomendum sínum og arftökum góð-
um fjárhlut, sem aflað hefur verið með ráðdeild og atorku.
Hin eiginlega vinnugleði er sú ánægja, sem við finnum í
starfinu sjálfu, ánægjan vfir því að mega ganga að verki.og
finna starfið fá á sig ákveðið form í samræmi við tilgang og
smeldv, ná fullkomnun í höndum okkar. Hún er af sömu rót-
um runnin og ást vísindamannsins, sem leitar að nýjum sann-
indum, á starfi sínu, eða áhugi íþróttamannsins á þjálfun
líkamans, til þess að ná sem fullkomnustu valdi yfir honum,
I
228
JÖRÐ