Jörð - 01.09.1942, Page 43

Jörð - 01.09.1942, Page 43
ið yinnur og unun á að horfa. Slik vinnubrögð liafa vafa- laust mikla uppeldisþýðingu, skapa manninum vndi við starfssvið sitt og bera volt um verkmenning á háu stigi. Ymsir munu vilja lialda því fram, að þessi listrænu vinnu- brögð sóu óviðeigandi og óþarfa nostur, sem enga hagnýta þýðingu hafi, þegar um venjulega vinnu só að ræða og að venjuleg vinna og list eigi enga samleið. Ég held sem sagt„ að þetta só ekki rótt ályktað. Einhver vitur maður hefur sagt„ að list sé 1% innblástur en 99% vinna, og má af því marka, að vinna og list eru ekki eins f jærskvld hugtök og ætla mætti i fljótu bragði. Við getum ekki öll verið listamenn í þess orðs venjulegu merkingu, en öll eigum við þó sennilega örlítið af innblæstri listamannsins, örlítinn neista; of lítinn til þess að skapa viðurkennd listaverk, en nægilega stóran. til þess að setja listrænan blæ á okkar daglegu störf, sjálfum okkur og öðrum til ánægju — en ánægja er jarðvegur, sem margt gott og hagnýtt þrífst í. jVT É SKULUM VIÐ að lokum draga saman meginefni þessa máls. Verkmenning er ofin úr tveimur meginþáttum, er verka livor á annan og styðja hvor annan. Annar þeirra er kunnáttan, sem er í því fólgin að beita réttum vinnuaðferð- um með nægilegri leikni; á þessu velta afköstin, og það er þessi þáttur, sem veit að þeim, sem eiga að meta störf okkar. Mörg dagleg störf eru í raun og veru það vandlærð, að þess- vegna mættu þau skipa sess með vandasömusíu andlegum viðfangsefnum; ef þau gera það ekki, er það skortur á verk- ^nenning — skortur á tilhlýðilegri virðingu fyrir vinnunni. Hinn þáttur verkmenningarinnar er vinnugleðin, en hún *er eftir þeim búningi vísinda, íþrótta og lista, sem við gef- um vinnunni. Það er þessi þáttur, sem fyrst og fremst snýr að okkur sjálfum, og á afstöðu okkar til þessa þáttar verk- tt’enningarinnar veltur það, hvort við lítum á vinnuna sem laun syndarinnar eða náðargjöf Iífsins. Hobert L. Stevenson hefur sagt: „Geri siðferði þitt þig geð- e*ðan, þá er eitthvað bogið við það.“ Jörd 233

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.