Jörð - 01.09.1942, Page 45

Jörð - 01.09.1942, Page 45
baunafötu með saltkjötsbitum í; en nú var tekið að sigla; sauð á keipum og dreif yfir bátinn að framan, en við liugs- uðum um það eilt að sigla skektunni það hún þoldi. Þegar seglið var fellt og róið upp í eyna, veittum við því eftirtekt, að allur austurinn var heiðgulur, enda var nú ekkert eftir í baunafötunni nema ketbitarnir og lítil súpuiögg. Ráðsmað- urinn var malmaður mikill og gaf okkur af tilfinningu vel valda áminningu, en bætti svo við: „Það er ekki vert að klaga strákbjánana fyrir þetta; við skulum horða kjötbitana, en baunalöggina vil ég hafa sjálfur.“ Heyið var þurrkað á túninu heima; bundið í sátur í eyjun- um. (eða bagga, sem kallað er annars staðar á landinu) og borið á skip og af skipi. 1~'\ Á VÍK ég að veiðiskapnum. A Á vorin i aprílmánuði voru rauðmaganetin lögð, en við þá veiði var það einkennilegt hjá okkur, að ekkert var farið uftir þvi, hvar rauðmaginn var meslur, heldur liinu, livar í’eðarfuglinn var minnstur, því að það þótti óskaplegt, ef œðarfugl kom í net. Þá var vorselurinn. Hann var veiddur í net, sem líktust niest rauðmaganetum. Voru öll net riðin og bætt heima á vetrum. Netin voru aðallega lögð í svokölluðum Lyngeyjar- skerjum, og var það langt til þeirra, að piltar okkar lágu þar við um hálfsmánaðartíma. Stundum voru 2—3 selir í hverri nót; sumir voru lifandi, þegar komið var að nótinni, en aðrir bafnaðir. Fullorðni selurinn þekkti netin og flæktisl aldrei 1 þeim, en oft sáum við, að liann barði börnin sín frá þeim °g bjargaði þeim þannig frá bráðum bana. Við fengum yenjulega 50 vorseli; skinnin voru spýtt, þanin út á úthúsa- þil, spikið brætt og lýsið látið í kaupstaðinn. Ekki man ég, hvaða verð var á selskinnunum, en hitt man ég, að ketið 'ar borðað, og þótti mér það versta fæða, en þorði aldrei um að tala. Æðarfuglavarptíminn slóð yfir í júní- og júlímánuði. All- ar eyjar og hóhnar voru þrisvar leitaðar, og tók hver leit angan tima, en ekki var það erfið vinna, en sára letileg i Jörd 235

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.