Jörð - 01.09.1942, Page 62

Jörð - 01.09.1942, Page 62
ANDLEG VIÐHORF Gretar Fells: „Bókstafurinn og andinn“ Þ ÉR hafið, lierra ritstjóri, gert fyrirleslur minn um „bókstafinn og andann“ að umræðuefni í siðasta hefti JARÐAR (ágústheftinu). Með því að mér virðist, að í grein yðar kenni nokkurs misskilnings, sem auðvelt ælti að vera að leiðrétta, lel ég rétt að Inðja yður um rúm í tímariti yðar fyrir eftirfarandi athugasemdir. Líkingamálið. ÞAÐ er ekki rétt, að cg ráðist nokkurs staðar í fvrirlestri minum (vitandi eða óvitandi) á líkingamálið sjálft. En ég ræðst á liina einkennilega þrálátu en viðsjárverðu til- iineigingu mannanna til þess að túlka líkingamálið bókstaf- lega. Þannig er fra mínu sjónarmiði eklcert á móti þvi, að menn kalli guð t. d. „föður“, „ástvin“ eða eitthvað annað, ef þeir fara aðeins ekki að iuigsa sér hann í einhverju ákveðnu takmörkuðu gerfi, t. d. i gerfi gamals manns með grátt al- skegg. Ef menn á annað horð viðurkenna, að eitlhvað sé lík- ing, þá er það í raun og veru um leið óbein viðurkenning á þvi, að það eigi ekki að skiljast bókstaflega. Menn verða að vera hreinskilnir við sjálfa sig i þessum efnum. Ég geri ráð fyrir, að ]æir séu ekki ýkja margir, er séu hrifnari af skáld- legu líkingamáli en ég, — en það er eimnitt af ást á líkinga- málinu og af virðingu fyrir því, að ég vil umgangast það 1 sem mestri hæð sem líkingamál — sem eins lconar skáldskap — en ekki draga það niður í barnagarða bókstafsins. Og nu vil ég spvrja: Er mikill munur á villimanninum, sem býr sér til mynd úr tré af guði sínum — venjuíega mynd af ægilega úteygðum manni og stórmynntum —- og á liinum svo kallaða siðaða manni, sem að vísu hýr sér ekki til trémynd af guði sínum, heldur hugmynd, — og skiptir það nokkru máli 1 252 jörd

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.