Jörð - 01.09.1942, Page 64

Jörð - 01.09.1942, Page 64
vatnið, sem gufaði upp? Óteljandi svipaðra spurninga má spyrja — spurninga, sem allar hljóta að beina athygli vorri að blekkingahlið tilverunnar, en því miður get ég ekld að þessu sinni farið fleiri orðum um þessar merkilégu stað- reynd, sem vissulega verðskuldar annað, en að hún sé höfð i flimtingum. Hvort er stærra? N SVO er það guðsliugtakið aftur. Alveg er mér óskilj- anlegt, livernig liægt er að gera guðslmgmynd Helga Hálfdánarsonar, þá, er fram kemur í barnalærdómskveri íians, að persónulegri guðshugmynd. Guð, sem liefur „engan likama eða limi“, er vissulega ekki „persóna“ í þeirri merlc- ingu, sem venjulega er lögð í það orð. En er mikill skaði skeður? Hvort er stærra, að trúa á ótakmarkaðan guð, guð, sem er allt, sem til er, guð, sem er tilveruundrið sjálft, eða að trúa á takmarkaðan guð, steinrunna, storknaða mynd? Hvort er stærra, að trúa á Tilveruna sjálfa eða á eitthvert brot úr henni? Hvort er stærra, að dýrka Lífið eða eitthvert lakmarkað lífsgerfi? Heimurinn er í smíðum. MÉR skilst, að það, sem gerir mörgum erfitt að aðhyllast hina æðstn tegund guðstrúar, algyðistrúna, sé einkum það, er nú skal greina: Þeir sjá margt ljótt og ófullkomið bæði í ríki náttúrunnar og mannlífsins. Þeir eiga erfitt með að sætta sig við, að guð geti á nokkurn hátt verið þar að verki, — að gnð geti jafnvel verið „í syndinni“. Það, sem p.auðsynlegt er að skilja í þessu samhandi er það fyrst og fremst, að það, sem vér köllum ófullkomleika, er óhjá- kvæmileg afleiðing þess, að vér erum háðir blekkingu tím- ans. Vér höfum aðeins takmarkaða, tímabundna yfirsýn yfb’ allt, sem gerist í þessum heimi, en einmitt þess vegna liöfum vér í raun réttri engan rétl til þess að kveða upp neina úrslita- dóma. Tímastaðrevndin sjálf táknar ekki annað en það, að að eitthvað á sér byrjunarstig og fleiri eða færri millistig inilli hyrjunarstigsins og lokastigsins. Vér mundum sjá það 254 jöbð

x

Jörð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jörð
https://timarit.is/publication/467

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.