Syrpa - 01.09.1911, Side 10

Syrpa - 01.09.1911, Side 10
8 SYRPA. Claude hélt á kertaljósi í hendinni. Þaö skalf í hönd hans. ÞaB sáu þeir, sem viö voru. Svo leið næsti dagur, aö ekki kom Albin. Um kvöldið kom verk- stjóri í eftirlitiö. Jafn skjótt og Claude sá hann, tók hann ofan lér- efts húfuna sína grófu, hnefti aö sér sloppinn gráa, — Clairvaux- skrúðann illræmda — því fangarnir vissu aö verkstjóra líkaði betur aö sloppurinn þeirra væri vandlega hneftur — rétti úr sér og beiö hans með húfuna í hendinni. ,,Herra verkstjóri”, sagði liann, þegar verkstjóra bar aö. Verkstjóri leit viö honum. ,,Er þaö satt, aö Albin sé fluttur”, spurði Claude. „Já”. . ,,Heyrið þér herra verkstjóri”, tók Claude aftur til máls, ,,eg get ekki án Albins veriö. Eg fæ ekki nóg í mig, og Albin gefur mér af sínum mat”. Verkstjóri yppti öxlum. ,,Heira verkstjóri, það er um lífiö aö tefla fyrir mér. Haldiö þér, aö þér vilduö ekki flytja hann aftur?” ,,Þaö er ekki hægt”. ,,Hefi eg nokkru sinni veriö ó- hlýöinn yður, eöa gert nokkuö af mér þann tíma, sem eg hefi verið hér á Clairvaux”. ,,Nei ekki vitund”. ,,Hví eruö þér þá að taka Albin frá mér”. ,,Af því að” — svaraði verkstjóri. Meira lét hann það ekki heita. Claude leit niður og þagöi viö. Auminginn, eins og ljón í búri, sem stíað er frá hvolpnum sínum! Hryggöin yfir skilnaöinum sljákk- aði samt ekki sultarhviöurnar. Al- drei minntist hann á Albin viö fé- laga sína. Hann ráfaöi einn samall í garðinum, þegarþeir voru aö viöra sig, og sulturinn skar hann innan. Það var öll breytingin á honum. Þó tóku þeir, sem þekktu hann bezt, eftir því, að hann fór að breytast í útliti og verða þyngri á brúnina og illúölegri, og það ágeröist með hverjum degi. En aö því undan- skildu var hann jafnvel blíöari á manninn og altilegri en hann haföi áður átt vanda til. Margir buðust til að gefa honum mat með sér, en hann brosti við dapurlega og neit- aöi að þiggja þaö. Eftir það aö verkstjóri hafði sagt við Claude ,,af því að” svo sem til aö gera honum grein fyrir vistar- skiftum Albins, brá Claude á skringilega venju, furðanlega fyrir- tekt af svo alvörugefnum manni og hann var. Á hverju kvöldi, þegar verkstjóri fór um í eftirlit og gekk fram hjá honum, leit hann upp á hann, hvesti augun á hann og sagði hægt og stillt í hálfgerðum rauna- og hálfgeröum reiöiróm, sem bæöi var í bænastaður og hótun, þessi tvö orö: ,,og Albin”. Verkstjóri lét sem hann heyrði þaö ekki, eða gerði þá ekki nema ypta öxlum við því. Það var skakkt af verkstjóra aö yppta öxlum viö þessu, því Claude var sýnileg alvara og búinn að ráöa við sig, hvaö hann skyldi gera. Þaö sáu þeir sem voru viö þessa skríti- legu samfundi og öllum lék forvitni á að sjá hvað veröa mundi endirinn á þessu þaufi milli þráans og ein- beitninnar. Það var eitt sinn að verkstjóri fór hjá, þá tók Claude til máls og sagði: „Heyrið þér, herra verkstjóri. Lát- iö þér mig fá aftur félaga ininn. Það er bezt fyrir yöur, það megið þér reiða yÖur á. Ekki veldur sá, sem varir”. Annaö sinn sat hann einn sunnu- dag á bekk út í garöinum og studdi olnbogum á hné sér og höndum undir kinn. Hann sat svona rót- laus tímunum saman. Sakamaður, Faillette aö nafni, gekk þá til hans og spuröi: ,,LIver þremillinn er að þér?” — ,,Eg sit í dóm”, svaraði hinn. Um kvöldiö haföi hann upp bæn sína aftur; ,,Herra verkstjóri, lofiö þér mér aö fá Albin aftur. ,,Þaö er ekki hægt”, svarað verk- stjóri. ,,Þér veröiö aö gera þaö”, sagöi

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.