Syrpa - 01.09.1911, Side 29

Syrpa - 01.09.1911, Side 29
NÁMUR SALÓMONS 27 fræöislegum uppdráttum. Bókin var g-ömul mjög, blöðin gul og slit- in. Hún var á frönsku máli, og haföi verið gefin út 1705 og 1709, útgefendur voru L’Honore & Chate- lain í Amsterdam. Gesturinn blaðaði kæruleysislega í bókinni um stund, en brátt var at- hygli hans dregið að uppdrætti ein um af Afríku. Uppdráttur þessi sýndi talsvert rétt legu Congó og Zambesi ánna, og nýlendur Portú- galsmanna í mið- og suður Afríku voru merkilega rétt settar, en mest nákvæmni var þó sýnd í að marka legu gullmarkaða og náma Portú- galsmanna sunnan við Zambesiána. Þar var einnig langur lesmálskafli til útskýringar og hafði M. de Geu- deville nokkur skrifað hann. Franski landfræðingurinn nafn- frægi Del’lsle hlaut að hafa dregið kort þetta, eða þá einn af lærisvein- um hans, og þekkingin á landafræði landsins, sem til fárra ára hefir ver- ið óþekt samtíðarmönnum vorum, var undarlega nákvæm. En rnerki- legast af öllu var þó það, að fjallið Fura var sýnt á uppdrættinum, og vakti það undrun ekki litla hjá les- anda'num, því hann hafði sökt sér niður í að reyna að leysa úr þeirri spurning, hvar Ófír væri, og þekti því vel til sögu þess máls. í útskýringunum lashann: ,,Fim- tíu sjómílur frá Tete, tíu sjómílur frá Bocútó, og hálfa dagleið frá Mansoróánni, stendur Mass- apa vígið, þar var áður aðal gull- markaðurinn. Það er enn aðsetur- staður portúgalsk yfirforingja, sem nefndur er vörður hliðanna, því þar byrjar land gullnámanna. Svart- munkarnir hafa reist þar kirkju. Ékki langt frá stað þessum er fjallið Fura, finst þar gull mikið. Telja ntargir að Fura sé afbökun á orðinu ' Ófír. f fjalli því rná enn sjá múra, mannhæðar háa, byg’ða úr stórgrýti. Þeir eru gerðir af mikilli list, og er þó grjótið ekki tilhöggvið, eða stein- Iím notað. Öll líkindi eru til að her Salómons hafi hafst við innan veggja þessara. En nú um nokkrar aldir hafa Márar ráðið yfir gullnámunum um þessar slóðir. Undir fjallshlíð þessari fellur Dambarari áin til norðurs. Kaffira höfðingi, Gamira að nafni, gjörði uppreisn í nóvember 1693, og ylirvann báða þessa verzl- unarstaði. Þó var nokkur rnunur á forlögum íbúanna, því þeir, sem í Longoe bjuggu, bæði Portúgalar og Afríkumenn, gátu forðað lífi sínu, en við Dambarari fórust allir, því þeir vildu sýna meira hugrekki og verjast árásunum. Á þennati veg eyðilögðust i einni uppreisn all- ir gullmarkaðir Portúgala, er þeir um langan tíma höfðu átt þar í Moeranga. “ Hér var þá lýsing á landi er eng- inn hvítur maður hafði stigið fæti á um tvær aldir og hún sýndi veginn til Furafjallsins, og múrana, er veittu vernd Gyðingum úr sjóliði Salómons! Hér, hugsaði gesturinn, er lykill- inn að leyndarmálinu miklaumÓfír, fundinn í þessari fornu bók af til- viljun einni, Maðurinn í lestrarherberginu var enginn annar en Dr. Karl Peters, þá orðinn heimsfrægur maður, því hann hafði staðið fyrir leiðangri þeim, er farinn var frá Þýzkalandi Emin Pasha til hjálpar, og var alment skoðaður sem stofnandi þýzkra yfirráða í Austur-Afríku. Fundur hans varð til þess, að hann lagði í nýjan leiðangur, nú eftir leiö- beining gamla uppdráttarins. Þessar eru í stuttu máli ástæðurn ar til þess, að Karl Peters sigldi fyr- ir ellefu árum síöan með flokk land- könnunarmanna, upp hið breiða Zambesifljót, í leit eftir landinu Ófír og námum Salómons konungs. Þeir ferðuöust tvöhundruð mílur upp fljótið, unz þeir komu til Muira- árinnar, er áður hét' Dambarari. Eftir margar dagleiðir komust þeir þangað, sem Muira kemur ofan úr fjöllunum, þar stóðu tvær hrjóstugar bungumyndaðar hæðir, sem verðir við austurhlið landsins Ófír, eða þær voru hugmyndir landkönnunar- manna. Samkvæmt uppdrætti þeirra

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.