Syrpa - 01.09.1911, Síða 31

Syrpa - 01.09.1911, Síða 31
NÁMUR SALÓMONS 29 áöur koma með þeim til húss henn- ar, því um þessar mundir væri hún að heiman. Þeir fylgdu því Peters til gamals steinhúss. Það var þögult og autt. Hann leit inn. Á stórum steinlampa blakti rauðleitur logi. Hálfmyrkt var inni og draugalega skugga bar um húsið. Þetta var hinn eilífi eld- ur, sem brunnið hafði frá upphafi veraldar og brenna mun til daganna enda. Um marga mánuði ferðaðist flokk- ur þessi um eyðilöndin suður af Zambesi. Um síðir fundu þeir gnægð af g"ulli. En námar þeir höfðu aldrei verið unnir. Traust það, er þeir báru til uppdráttarins gamla hafði orðið þeirn til fjárs. Þeir fundu líka hér og þar gömul göng, sem gull kann að hafa fund- ist í fyrir löngu síðan. En námana miklu, sem gullforði Jerúsalems kom frá, gátu þeir ekki fundið. En með hverju ári eru merkilegri uppgötvanir gerðar í landi því, sem nú er kallað Rhodesía. Finnast námar Salómons um síðir í þeim miklu ókönnuðu eyðilöndum? Hin gullsnauðu námagöng, sem fundist hafa, geta ekki hafa gefið af sér þann fádæma gullforða. Hvar er gullfjallið og gulldalurinn? Eiga menn ekki eftir að finna ógrynni dýrra málma í gullhellum þeim, er þjóðsagnirnar skýra frá, þar sem seiðkonur halda gleðidansa um myrkar nætur? Var það um þessar slóðir að Clarkson var sleginn eld- ingu í óveðrinu mikla, er skók ræt- ur fjallanna? f Cecil Rhodes sá drauma sína, um gullfundi mikla, rætast, en leithans eftir námum Salómons konungs hef- ir enn ekki tekið enda. Hreysti Hálendinga. SÖNN SAGA ÚR BÚASTRÍÐINU. réttaritari blaðsins ,,The Daily News” í Lundúnum, gefur í eftir- fylgjandi línum nákvæma lýsingu af hinu fræga áhlaupi, sem hópur 50 Gordon-Hálendingar gjörðu þegar Búar einn dag höfðu haslað þeirn völí: ,,Það var í herför Hamiltons, að Gardonarnir báru sjálfir vitni um hreysti sína og hjartaprýði. Höf- uðsmaður Towse, vaskur og valin- kunriur herniaður, er hetja sögunn- ar. Hann er karlmannlegur, vel vaxinn, glæsilegur, hraustur og snar. Hann er að eg hygg hér um bil sá eini hermaður. sem eg hefi séð með gleraugu og hefir ekki far- ið það illa. Hann leit út fyrir að vera um fertugt. Þennan óhappadag hafði Towse höfuðsmaður með eitthvað um 5o Gordon-Hále'ndinga orðið viðskila við meginher Breta, en Búar með því undursamlega snarræði, sem þeir þegar eru orðnir frægir fyrir, umkringdu þá og hugðust á hernám. Þeir höfðu ekki gjört sér minstu grein fyrir skapferli ljóns þess, sem þeir höfðu snarað. Hálft þriðja hundrað manns æddu sigri hrósandi að hinum fámenna hóp Hálendinga sem voru klæddir stuttpilsum og buðu Búar að þeirskildu leggja nið- ur vopn sín og gefast upp. Slík sjón mundi hafa fengið vald yfir málaranum og skáldinu. Hring- inn í kring ginu við hinar bleiku og brúnylgdu gnýpur fjallanna, sem mundu þær ætla sö gleipa þá.

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.