Syrpa - 01.09.1911, Síða 47

Syrpa - 01.09.1911, Síða 47
DÆTUR ÚTILEGUMANNSINS. 45 vísu í fötum, en haföi lagt sig fyrir, því honum leiö ekki vel. Oddur gekk aö rúminu og heilsaði upp á fööur sinn. Tók karl því heldur dræmlega. Inti þá Oddur til viö hann í annaö sinn, og segist vera kominn hér með Einar Þórarinsson, kunningja sinn og sveitarmann, þanti sama sem þeir hafi báöir átt viö kvöldiö áöur og beðiö ósigur fyrir. Segist hann nú helzt óska aö þeir taki höndum saman og sættist fullum sáttum, því viss sé hann um þaö, aö Einar geri þeirn ekkert rnein og segi heldur ekki til um bústað þeirra, eöa háttalag. Reis þá karl upp við olnboga, en Einar gekk að rúminu og heilsaði karli með handaþandi. Karl tók í hönd honum og svo fast, að nærri lá að blóö spryngi undan nöglum, og hélt honum þannig nokkur augnabllk, linaöi síöan á og dró að höndina og benti Einari að setjast á rúmiö hjá sér. Um leið oghann sett- ist niður, kom eins og ofurlítill hristingur á rúmið og hljóðaöi karl þá upp, eins og stungiö heföi verið í hann kníf. Fóru syst- urnar þá aö hagræða honum, eftir því sem þær bezt gátu, en eng- in voru til meööl eöa smyrst á heimili þessu, enda þurfti þess sjald- an við, því fólkið var að sjá alt hiö hraustlegasta. Einar bað nú um leyfi aö tnega skoöa bakið og síö- una á karlinum og var honum veitt þaö. Sá hann að bakið og síöan var alt helbtátt og hiti í ogbólga töluverö. Datt honuni þá í hug aö reynandi væri að bera á karl smyrsl nokkuð, sem hann átti og haföi haft meö sér til vonar og vara í för þessa. En smyrslin hafÖi hann feng- ið hjá frönskum duggurum sumarið áður og átti það aö vera óbrigðult, bæði viö bólgu og mari. Mann bað nú Sigríði að sækja malpoka sinn, og gerði hún það. Einar leysti nú tit á pokasínum og eftir litla stund, dregur hann þar upp þriggjapela- flösku, næstum fulla af brennivíni. Sýpur hann nú fyrst á henni, en réttir síðan að karli, sem tók við báöum höndum, setti flöskuna á munn sér og drakk góðan teig og rétti hana síðan að Einari, setn bauð nú hinu fólkinu að bragða, ' en það afþakkaði, svo nú lét Einar flöskuna niður á rúmið hjá sér, fór svo aftur niður í poka sinn og dró þar upp smyrslbaukinn og opnaði hann og baö Sigríði að bera þetta á föður sinn. Sig- ríður tók nú smyrslin og bar þau á og dró þá fljótt úr alla þraut og sviða, því smyrslin voru hrein- asta afbragö. Aö því búnu fékk karl sér annan sopa ti! úr flöskunni, og sýndist nú vera farinn að hress- ast mikið. Einar fékk nú Sigríöi smyrslbaukinn ogsagöi henni að bera þau á föður sinn viÖ og viö. . Þegar þetta var nú alt um garö gengiö, var Einari og þeim feögum borinn morgummatur og settust þeir nú allir þrír aö snæöing, viö borðiö, sem stóð undir glugg- anum, en þær systur stóöu fyrir beina. Á meöan á máltíðinni stóð, slóst talið aðallega um hið yndæla tíöarfar seni þá var á degi hverjum og síð- an lenti samtalið út í það, að karl fór aö spyrja Einar frétta neðan úr sveitum. Kom þaö þá upp úr kaf- inu, aö karl varþarmörgu kunnugri, en Einar hafði nokkra hugmynd um. Hann þekti marga lielztu bændurnar og alla presta og sýslu- menn í sjö eöa átta sýslum. Hann sagöi Einari, aö sér væri samt ekki mikiö um þá karla gefið; jafnvel þó engir þeirra heföi eiginlega gert sér neitt ilt. Einar spuröi hann efhann væri úr sveit og neitaöi karl því. ,,Nafn mitt er Gunnlaugur” segir karl. ,,Og er eg fæddur og upp- alinn hér í þessum dal. Faðir minn hét Oddtir og var kallaöur ,, Fjalla-Oddur”. Hann er nú dáinn fyrir löngu og sömuleiðis móðir mín. En konuna mína, sem hét Helga, misti eg í sumar, svo nú er eg ekkjumaður, og bý hér með dætr- um mínum og syni, og eru þau öll hér eins og þú sérö. Öll eru þau fædd og uppalin í þessum dal. Or-

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.