Syrpa - 01.09.1911, Síða 50

Syrpa - 01.09.1911, Síða 50
48 SYRPA. Off gerist í bygðum niðri. Þetta er síí t'yrsta stúlka, sem eg- hefi elskað og það er engum vafa bundið, að egf er líka sá fyrsti maður sem hún heíir felt fistarhug til. Þú manst hvað góðkunningi okkar Kr. Jóns- son segir, í einu af sínum snildar kvæðutu: ,,Heitast brennur hjarta og önd, nær æskufjörið fyrsta sinni fagnandi drekkur lofnarminni og gefur sig ft hennar hönd”. Eg veit vel, að mér dugir ekki að taka stúiku þessa niður til bygða, því það gæti leitt af sér ýms óþægindi. Margir mundu líka leggja mér það til lasts og álíta að eg hefði getað fengið einhverja sveitarstúlku og gæti það satt verið; en nú liafa for- lögin, eða hvað þú vilt kalla það, rfiðstafað þessu svona og það verS- ur ekki afturtekið. Þessa stúlku skal eg eiga eöa enga að öðrum kosti”. Hvaö segir þú nú ?“ Ejarni mælti: ,,Eg segi nú ekkert annað en eg sagði áður, að þetta sé fljótræði, og illa hugsað mfil frfi þinni hendi, þú hefð- ir fitt að bíða með trúlofun ykkar, þar til þú varst búinn að rfiðfæra þig við ættinga og vini, við það gat vel verið, að mfilið hefði breyst. — Eg hefði annars gaman af að heyra, hvernig þú hyggur að haga til, með þessa nýju rfiðabreytni þína; ekki svo að skilja samt, að eg ætli að skifta mér af því meira, heldur lofa þér alveg að vera sjálfráðum. Og yfir þessu get eg þagað, það máttu reiða þig fi”. Einar mælti: ,,Hvað fljótfærni minni viðvíkur, þfi er eg þegar búinn að segja þér tildrögin og varö ei hjá því komist aö svona færi. Um ráðfæringu við ætt- ingja mína og vini vil eg sem minst tala, faðir og móðir eru bæði dáin og engin á eg systkin. Eg hefi hingað til orðið að sigla minn eigin sjó og sjá fyrir mér sjálfur, síðan er eg var tó'f fira að aldri, og býst við að gera það eins hér eftir og hafa sjfilfur allan veg og vanda af því, sem eg tek mér fyrir hendur. En hvað framtíðar fyrirætlanir mínar snertir, þfi er þér það í stuttu mfili að segja, að eg ætla í burtu í vor, eins og þú veist, frfi húsbændum mínum og er ferðinni heitið til Ameríku. Um krossmessu fer eg alfarinn frá þeim og það fyrsta sem eg geri, verÖur að koma skepnum mínum og munum í peninga, en þegar það er búið og líður að fardögum fæ eg þig til að fylgja mér h,ngað að þessum kofa, sen, við erum nú í. Þaðan mun eg svo fara til bústaðar kærustu minn- ar og síðan, þegar við liöfum gert allar nauðsynlegarráðstafanir.byrjar ferð okkar til Ameríku. Þú færð þig lausan um það leyti, og getum við sagt fólki, að þú ætlir að fylgja mér til Vopnafjarðar. En þegar við erurn komnir ögn fi leið, snúum við til fjalla og engin veit svo meira um þaö, bara þú þegir. Eg sé um hitt altsaman eða vilt þú ekki lofa mér liðveislu þinni hvað þetja snertir?” , ,Jú”, mælti Bjarni. ,,Ur því að þú ert svona ákveðinn í öllu þessu, þá skal eg hjálpa þér alt sem eg get. Eg skal kaupa af þér, það sem þú vilt selja og reyn- ast þér eins vel og nokkur mundi geta gert, undir líkum kringum- stæðum”. ,,Vel segir þú um þetta”, segir Einar. ,,En þó hefðir þú ver- enn þá meiri sómamaður, ef þú segðir, að þó vildir fara með mér alla leið til Ameríku. Þessi stúlka mín á systir sem Helga heitir og trúi eg ekki öðru en eg gæti komið því til leiöar, að þú fengir hana og það vildi eg helzt”. ,,Hættu nú alveg”, mælti Bjarni. ,,Það er nú nóg komið, lfitum okkur nú fara að týgja okkur til heimferðar, og töl- um svo síðar um það, sem þessum málum viðvíkur”. Hættu þeir nú samtalinu og fóru að búa sig heimferðar, enda var nú komið undir dag, á þriðjudagsmorg- ’un—Bjarni hafði fundið ellefu kind- ur og voru þær geymdar í rétt, þar skamt frá kofanum. Tóku þeir nú kindurnar og öll pögg sín og héldu af stað og komust heim með heilu og höldnu og þóttust allir þá úr helju haimt hafa.

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.