Syrpa - 01.09.1911, Qupperneq 54
52
SYRPA.
boriö fyrir ekka. Stigu þau nú í
bátinn og reru duggarar greiölega
út aö skípi sínu. Var nú flutning-
ur þeirra hafinn upp á dekk og sett-
ur síðan niöur í lest, en skipstjóri
fylgdi þeim hjónum niöur í káetu
og sýndi þeim hvar þau gætu sofiö.
Varð Sigríöur fegin, aömegaleggja
>ig fyrir, því hún var í sannleika
oröin þreytt eftir þessa löngu ferö.
Einar lá lengi vakandi, því hann
hafði nú um margt aö hugsa, samt
vann svefninn á honum um síöir, en
skipverjar undu upp segl og létu í
haf, því þeir voru albúnir til heim-
ferðar þegar Einar hitti þá. Gekk
ferðin að öllu leyti vel og komuþau
eftir 3 daga til Hull á Englandi.
Sigríður náöi sér fljótt eftir ferö-
ina og dvöidu þau hjónin í Hull í
tvær vikur, hjá Crawfords hjónunum
og höfðu sér þaö til skemtuuar aö
ganga um borgina og líta eftir ýmsu
sem nýstárlegt var, undi Sigríður
því vel. Hún lagði mikiö kapp á
aö nema enska tungu og tókst þaö
furðu vel. Kennararnir voru maöur
hennar og frú Crawford, sem sjálf
var barnaskólakennari og haföi því
bæði lag og löngun til þess starfa.
Einar geröi sér ei heldur tilsögnina
ónýta og fór þeim svo mikið fram á
þessum stutta tíma, aöfrú Crawford
gat ekki annaö, en lýst undran sinni
bæöi yfir námfýsi þeirra beggja og
næmi.
Vér veröum nú þessu næst aö
segja frá því er til tíðinda geröist
heima á íslandi og er þá fyrst aö
minnast á ferðir Bjarna. Eftir að
aö hafa skilið viö kunningja sinn
Einar og systkinin, eins og áður er
frásagt, hélt hann alt hvað aftók
niður til sveita; komst hann meö
heilu og höldnu aö bæ sínum og
var það snemma morguns, stuttu
fyrir fótaferðartíma. Hann spretti
af hestum sínum og fiutti þáíhaga
skamt frá túninu, lagBi sig svo til
svefns, en ekkihafðihannlegiðogþví
síður sofið Iengi þegar heimilisfólkiö
reis úr rekkjum sínum og varö þess
áskynja aö Bjarni var heim kominn.
Gekk þá maöur eftir mann til hans,
bæði til aö heilsa honum og spyrja
hann frétta. Var nú öllum tíðrædd-
ast um Einar og hvernig þeim heföi
gengið feröin og þar fram eftir göt-
unum. Leysti Bjarni úr öllu eins
vel og hann gat. Samt leiö ekki á
Iöngu, þar til hann komst í hálfgerö-
an bobba, hann var spurður aö svo
mörgu viövíkjandi ferð þeirra og
ýmsu frá Vopnafiröi, sem hann átti
ekki von á og gat náttúrlega ekki
svarað, því hann hafði aldrei þangað
komið í ferö þessari. Hann lenti
því þarna í stökustu. vandræöi.
Húsbændurnir vildu fá að vita hvaða
verð væri á matvöru þar eystra og
eins' hvaö mikiö væri gefið fyrir ull
°& tólg og svo vildi kvennfólkiö
endilega fá aö vita hvaö hann hefði
séð þar af fallegnm sjölum, klútum,
höttum, brjóstnálum, hringjum,
lokkum og óteljandi fleiru, sem siö-
venja var að spyrja þá eftir, sem ný
komnir voru úr kaupstaö. Þetta
var Bjarna ofvaxið, en samt reyndi
hann að snúa sig út úr þessu öllu á
þann hátt aö segja aö hann hefði
ekki haft tíma til aö koma í búöir
og spyrja um prísa, því þeir Einar
heföu orðið seint fyrir og svo kvaðst
hann hafa veriö hálf-Iasinn og hefði
því ekki haft sinnu á að líta í kring-
um sig og lá nærri aö sumt af fólk-
inu væri farið aö taka þetta trúan-
legt, en þá kom einn af vinnu-
mönnum inn, sem komiö hafði frá
smalamensku og séð hestana, þar
sem þeir voru á beit í haganum og
hafði hann fljótt tekið eftir jörpu
hryssunni. Sá heilsaöi nú Bjarna
og tók til aö spyrja hann frétta,
bæöi um ferðina og ýmislegt af
Vopnafirði, því hann var þar kunn-
ugur, en þó mest um jörpu hryss-
una, sem hann áleit að væri eitt-
hvert mesta gersemi, sem hann
hefði séð og rak nú hver spurningin
aðra, fyrst hvar hann hefði fengið
hana, svo hvaö hún heföi kostað og
síöast hvaö gömul hún væri. Tókst
Bjarna furðu vel aö leysa úr þeim
spurningum. Hann sagöist hafa
fengíö hana hjá manni, sem ætti
heima austur í Fljótsdalshéraöi og