Syrpa - 01.09.1911, Síða 58

Syrpa - 01.09.1911, Síða 58
56 SYRPA. þetta ráöiö, og vildi Einar helzt að Sigríöur færi meö sér, því þaö væri þeim innan handar, þar farareyri skorti ei. En samt treystu þau sér ekki til aö fara þá ferð bæði; fyrst vegna þess sem á undan var gengiö og líka hins, aö þau höfðu þrjú börn að sjá fyrir og líta eftir og varð því niöurstaöan, aö Einar fór einn, en Sigríöur sat heima og gætti bús og barna. Bjóst Einar til feröar; keypti hann sér farbréf til Englands og var svo kominn þangað eftir hæfilega langan tíma. Fór hann þar fyrst á fund gamla vinar síns, Williams Craw- fords, sem tók honum mæta vel. Líöan Mr. Crawfords var sem fyrri, fremur góð, aö undanteknu því, aö h'ann hafði fyrir rúmu ári oröiö fyrir þeirri hjartasorg, aö missa konu sína. Hann hélt samt uppteknum hætti meö fiskiveiöaferðir tii ís- lands á hverju sumri, og aílaöi vel, að öllum jafnaði. Um þessar mund- ir var hann nýlega kominn heim og hafði því bæöi tíma og tækifæri til að taka Einari vel og skemta eftir beztu föngum. Sat nú Einar þarna hjá honum í viku tíma, áður en Mr. Crawforil lagði upp í næstu íslands ferö sína. Síöan lögöu þeir af staö, og gekk vel feröin. Þeir komu und- ir ísland austanvert, eftir íjóra daga sigldu svo noröur meö landi, alt til Eyjafjaröar. Þar sté Einar á land, en skipstjóri hélt til sjós. Áöur en þeir skildu, geröu þeir þá samninga meö sér, aö skipstjóri skyldi vitja Einars á Akureyri, eftir mðnaðar tíma. Einar hélt síöan inn í kaup- staðinn, því þaö var út meö firöi, sem þeir skildu. Breytti hann þá til um nafn og lést heita Jón og vera sunnlenzkur. Ekki haföi hann dvaliö nema tvo daga þar í kaup- staönum áöur en hann hitti Skag- firskan hestakaupmann, keypti hann af manni þessum tvo hesta og reiötýgi áannan þeirra og kvaöst setla að ferðast austur á Möðrudals- tjöll og síöan til Jökuldals aö heim- sækja ættfólk sitt, sem hann hefði ekki séö í mörg ár, eöa síöan hann fór suður. Gekk þetta all-.vel. Síð- an lagöi Einar af staö og segir ekk- ert af feröum hans, eöa hvaöa leiö hann fór, utan það, aö hann komst með heilu og höldnu til Odds mágs síns, sem bjó á föðurleyfð sinni í sama staö og áöur er frá sagt. Tók Oddur mæta vel á móti Einari og eins Helga systir hans, sem enn var hjá honum, og ógift. Sjálfur var Oddur kvotigaður fyrir nokkrum ár- um. Faðir þeirra haföi látist tveim árum eftir að þau fóru til Ameríku Einar og kona hans. Tók þá Odd- ur þar viö öllum búsforráðum en Helga var bústýra hans, þar til Oddur giftist. En kona sú er hann átti, var ættuö þar úr hrauninu. Þau áttu nú þrjú börn, sem hétu Gunnlaugur, Oddur og Sigríöur og voru öll mannvænleg. Þarna dvaldi Einar í hálfsmánaöar tíma og leiö vel aö öllu leyti, nema hvaö hann saknaöi sinnar elskulegu Sig- ríðar. Á meöan Einar dvaldi þarna, ræddu þeir mágarnirum ýmsa hluti, eins og lög gera ráð fyrir. Eitt at því sem þeir töluöu um, var þaö, aö Einar bauö Oddi mági sínum aö fara meö sér til Ameríku. En viö það var nú ekki komandi. Samt réðist svo til meö þeim, að Helga mætti fara, ef hún vildi og til þess var hún fús, því hana langaöi nú útaf lífinu til þess aö sjá systur sína og vera hjá henni. Bjuggust þau nú þessu næst til feröar og geröi bróöir hennar hana vel úr garöi. Þegar sá tími kom, aö þau uröu aö hefja ferð sína, fylgdi Oddur þeim alla leiö til Akureyrar og skildu þeir mágar þar, aö öllum líkum í hinsta sinni, ,,Því aldrei fer Oddur til Ameríku og líklegast aÖ eg fari ekki afturtilíslands“ sagði Einar. Hesta sína, reiötýgi og vandaöa yfirhöfn, af dýrum amerískum vefnaði, gaf Einar mági sínum aö skilnaöi og er Oddur úr sögunni. Þau Einar og Helga dvöldu á Akureyri í tvo daga og tók enginn neitt eftir hvernig á þeim eöa ferö- um þeirra stóö. Þau létust vera

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.