Syrpa - 01.07.1915, Page 5

Syrpa - 01.07.1915, Page 5
SYRPA, I. HEFTI 1915 3 var smalamaður Gunnars er Oddkell var að boði í Dal. öll er Fljótshlíð- in vestan undir ávalur grasliryggur inn til Hlíðarenda, þar byrjar lítið klettabelti alla leið inn að Þórólfs- felli, sem hefir verið insti bœr í Fljótshlíð. Nú er Þórólfsfell í auðn og notað sem beitiland frá Fljótsdal, sein nú er instur. Bæjarrústir sjást i Þórólfsfelli. Hlíðarendi stendur liátt upp á hliðinni, lítið vestar en klettabeltið endar, dregur bærinn þar nafn af að hlíðin endar þar,þótt einn þriðji Fljótshlíðar sé fyrir aust- an Hlíðarenda og tveir þriðju fyrir vestan. Á Hlíðarenda er útsýni eitt hið allra fegursta, sem hægt er að hugsa sér á íslandi. Eyjafjöllin öll að norðan sjást alt til Seljalandsmúla. Bústaðir þeirra Ketils í Mörk og Runólfs í Dal; i vestri og suðvestri, hvorutveggja Landeyjar. Þegar heiðskýrt veður er hylla uppi allar Vestur Landeyjar, svo að sýnist vatna yfir og alt sé á iði, kalla menn það þar í sveitum týbrá. Fyr- ir landi fram blasa við frá Hlíðar- enda Vestmannaeyjar, himinbláar að lit, er fagurt er veður. Á þeim er nón frá Hliðarenda. Nokkru vestar eru klettar þrír, sem Drangar eru kallaðir, einnig mjög fagrir úr fjarlægðinni. í suður frá Hlíðar- enda niður á Eyrunum stendur fjall eitt einstakt og grasi vaxið með klettabeltum, það er allliátt en lítið um sig. Fjall það var til forna kall- að Rauðuskríður, en nú lieitir það Dýmon. Dýmon er á laiulamærum Fljótshlíðar og Eyjafjalla ogAustur- Landeyja. Þar áttu Njáll og Gunn- ar skóg saman. Þar sátu Njálssynir fyrir Þráni Sigfússyni. Á Dýmon er hádægi frá Hlíðarenda. Á eyr- unum litlu vestar en Dýinon, cr liinn nafnkunni Gunnarshólmi. Af Gunnarshólma stendur opin öll liin dásamlega náttúrufegurð sem að framan er lýst, þaðan blasir við öll Fljótshlíðin með Þríhyrning og Tindafjöll. í austri Þórólfsfell, Goð- aland og Þórsmörk. í suðaustri Eyjafjallajökull liimingnæfandi með Mörk og Dal við rætur sínar. í suðr- inu Eyjasund og Vestmamiaeyjar, Túnið á Hliðarenda erft rennisléttar brekkur alla leið frá bænum ofan að Þverá, sem rennur fyrir neðan, út með Fljótshliðinni. Austur frá bænum, eigi allskamt, er liaugur Gunnars, stór um sig og hár, topp- myndaður. Hefir það verið mann- virki mikið. Þúfa ein er austan við bæinn, sem sagt er að hundurinn Sámur hafi dysjaður verið og er enn kallað Sámsleiði. Eftir dauða Gunnars bjó Högni sonur hans á Hliðarenda. I'rá þeim tíma fram á 15. öld, eru ekki greinilegar sagnir af þessari þjóð- kunnu jörð. Frá 1460—1819 var Hlíðarendi stöðugt höfðingjasetur. BjuggU þar um eða yfir 300 ár ætt- menn Erlendar Narfasonar frá Kol- beinsstöðum. Um 1470 bjó á Hliðarenda Er- lendur Erlendsson Narfasonar frá Kolbeinsstöðum í Ilnappadal og Hallberu dóttir Sölmundar liins ríka er erfði alla bændaeign í Fljótshlið, 1403, árið eftir Svartadauða. Er- lendur erfði Hliðarenda eftir móður sína og reisti þar bú um 1460. Kvæntist þá Guðriði Þórvarðardótt- ur Loptsonar frá Möðruvöllum i Ey- jafirði. Rættist á Erlendi spádóm- ur Sveins biskups hins spaka i Skál- holti. Eitt sinn er Erlendur var fylgdarmaður Sveins er hann var

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.