Syrpa - 01.07.1915, Side 35

Syrpa - 01.07.1915, Side 35
SYRPA, I. HEFTI 1915 33 grciða af myrkrahöfðingjánum,” svaraði maðurinn. “En liversvcgna tckur þú ckki við ílöskunni? Ertu að iiugsa um livað l)ú eigir að gjöra?” “Nei, eg cr eklci að því,” svaraði Kókúa, “en eg er svo þreklítil. Bíddu ofurlitla stund. Höndin er hikandi; mig liryllir við að snerta hana. Bíddu aðeins augnablik!” Gamli maðurinn leit vingjarnlega til Ivókúa. “Þú ert lirædd, vesalingur,” mæiti liann. “Eg só sálarangist liína. Eg skal eiga flöskuna, eg er orðinn gamall, og get aldrei framar orðið sæll í þessum heimi, og í öðru lífi— “Fáðu mér flöskuna! Hérna eru peningarnir,” stundi Kókúa. “Held- urðu að eg sé tilfinningarlaus níð- ingur. Réttu mér flöskuna!” “Guð blessi l)ig og varðveiti þig barnið mitt,” sagði gamli maður- inn, og rétti lienni flöskuna. Hún faldi flöskuna undir kyi'tl- inum sínum, og kyaddi svo gamla maixninn, og hélt áfram eftir trjá- göngunum, án ]>ess að liirða livert liún stcfndi. Henni var nú sama livert liún ráfaöi, því að allir lágu vegirnir norður og niður. Ýmist gekk hún ofur liægt, eða liún hljóp cins og fætur toguðu. Stundum hljóðaði hún upp yfir sig, eða fleygði sér niður á götuna, og grét hástöfum. Það rifjaðist nú alt upp fyrir henni, sem hún haföi áður heyrt sagt um kvalastaðinn; lienni fanst sem hún sæi logana gjósa hátt í loft upp, og fyndi þcf- inn aí 1 eykjarsvælunni, og það_ var eins og liún engdist saman á bi-enn. andi kolaglóðinni. Það var komið undir moi-gun, þegar hún rankaði við sér og liélt heimleiðis. Bað var eins og gamli maðurinn liafði getið til. Kífi var háttaður og svaf vært, eins og barn. Kókúa stóð um stund, og horfði á hann. “Nú getur þú sofiö, elsku maður- inn minn,” mælti liún. “Þegar þú vaknar, gctur þú sungið og lilcgið, eins og eg gjörði áður. En veslings Ivókúa—ó, eg er ekki að barma mér —•veslings Ivókúa getur aldrci sofið framar; hún gctur aldi'ei sungið, og aldrei verið glöð framar, livorki á himni né jörðu!” Svo lagði hún sig út af við hlið hans, og af því að hún var oi’ðin svo þreytt, og þjökuð af liai'mi, sofnaði hún samstundis. Þegar Kífi vaknaði næsta moi-g- un, sagði hann Kókúa þau gleði- tíðindi, að hann væri búinn að selja flöskuna. Það var eins og gieðin og liamingjan gerði liann að einfeldingi, því hann tók ekki eftir þvf, hversu hrygg hún var og fálát, og veitti henni þó mjög örðugt að dylja það, Hxxn gat ekki komið upp einu orði, en Kífa grun- aði ekki ncitt. Hann talaði fyrir þau bæði. Hún gat ekki komið niður einum munnbita, cn þess gætti ekkci’t, því Kífi át á við tvo. 3>að var eins og Kókúa sæi hann og heyröi til lians í draumi. Stundum gleymdi hún sjálfri sér alveg, og vissi livorki í þennan heim né ann- an. Henni fanst það cinhvernveg- inn svo óeðlilegt og óskiljanlegt, að heyra Kífa masa svona í belg og biðu, og aö vita til þess, að liún var sjálf eilíflega glötuð. Kífi át og rnasaði í sífellu, og var að bolialeggja ýmislegt um ferð þeirra heim aftur til Hafeyjar. Hann 3

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.