Syrpa - 01.07.1915, Síða 52

Syrpa - 01.07.1915, Síða 52
Fyrstu vesturfarar frá Noregi Á fyrsta fjórSungi 19. aldar höfðu mjög fáir menn frá Noregi fariö til Bandaríkjanna í Ameríku, en meðal hinna fáu, er þangað höfðu tínzt,einn og einn, var maður að nafni Kleng Persen, eða Klængur Pétursson, og sem síðan hefir verið kallaður ,,fað- ir norskra vesturfara“. Klængur þessi kom haustið 1824 heim til átthaga sinna í Noregi og hafði þá verið þrjá vetur í Bandaríkjunum. Dvaldi hann um veturinn hjá ætt- ingjum sínum og kunningjum skamt frá Stafangri, og hafði margar sögur að segja af hinu nýja og ókunna landi. Hann lofaði mjög landið og áleit þarlangtum auðveld- ara fyrir bændafólk að afia sér fjíir eg frægðar heldur en heima í Nor- egi. Þetta vakti þá þegar löngun hjá mörgum þar í bygðinni, að flytja sig vistferlum eða búferlum vestur um haf. Flestir létu þó lenda við það að dreyma um sæluna þar vestra, en sitja kyrrir heima. Þó tóku nokkrir sig saman þá um vet- urinn, er vildu gera alvöru úr því að komast til Bandaríkjanna næsta sumar, en þetta var liægra að tala en framkvæma. Þá voru gufuskip svo að kalla gjörsamlega óþekkt í Noregi, og varla vegur til að kom- ast með seglskipum nema fyrir ör- fáa menn. Menn þessir tóku því það ráð, að kaupa sér í samlögum dálítið haffært skip til að flytja sig á vestur yfir Atlantshafið til Ameríku, og svo keyptu þeir sér líka nokkuð af járni til að ferma skútuna. Bæði skip og farm átti svo að selja þegar ferðinni væri lokið og hafa andvirð- ið til að byrja með búskapinn í fyrir- heitna landinu. 4. dag júlímánaðar 1825 lét þetta landnámsmannaskip út frá Stafangri og voru á því alls 52 menn, karlar og komur. Af vönum sjómönnum eða farmönnum voru eigi á því nema tveir, skipstjórinn og vara- skipstjórinn eðastýrimaðurinn. Hinn fyr talda álitu skipverjar at'bragðs sjómann, en ferðasagan mun sýna, hvað vel hann var heima í siglinga- fræðinni. Nú var fyrst haldið vestur til Englands og siglt inn í höfn við eitt- hvert lítið þorp til að fá vatn í stað- inn fyrir það sem upp var gengið; en vesturfarar urðu að hraða sér burt þaðan, því einhverjir þeirra höfðu selt þar lítilræði af brennivíni, sem lögin þar í iandi bönnuðu svo valdsmennirnir í bænum voru komn- ir á kreik til að hegna þeim fyrir þetta. Þeir sluppu þó, og nú hélt skipstjóri suður í haf til að ná í stað- vindana, en ferðin gekk seint, því optast var byrlítið. Einn dag sást eitthvað svart fljóta á sjónum all- langt frá skipinu og var þá stýrt af

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.