Syrpa - 01.07.1915, Qupperneq 53
SYRPA, I. HEFTI 1915
51
leið til að vita hvað þetta væri.
Reyndist það að vera stór víntunna
eða vínkerald. Nú björguðu skip-
verjar ílátinu og gekk þó erfitt að
innbyrða það, því það var bæði stórt
og þungt.
Það var ekki tiltökumál þó menn
væru orðnir þyrstir þegar loksins
þessu starfi var lokið og þó menn
færu þá að smakka á víninu. Það
tnátti líka bráðum sjá þess merki,
að það smakkaðist vel, því daginn
eftir, þegar menn liöfðu land fyrir
stafni, vissi hvorugur fyrirliöinn sitt
rjúkandi ráð og báðir voru með öllu
ófærir að segja fyrir nokkru, sem
gera þurfti. Engu að síður sigldu
skipverjar upp undir land og stefndu
inn á höfn, er við þeirn blasti í blás-
andi byr; þeir voru komnir til Fin-
kal á eynni Madeira. Enginn hafði
vit á að draga upp flaggið, en utan
viö sjálft hafnarmynnið sigldu þeir
hjá þýzku skipi og maður sem á því
var frá Borgundarhólmi kallaði til
þeirra að þeir yrðu að flýta sér að
flagga, því annars yrði skotið á þá
frá hafnarvíginu. Þeir komu nú
flagginu upp í skyndi, en sáu þá
líka að það mátti ekki seinna vera,
því í sama byli komu þeir auga á
mann sem hljóp með logandi kyndil
eftir brú sem liggur fram í víggirt-
an hólma við höfnina, þar sem var
fallbyssa við fallbyssu.
Undir eins þegar þeir voru lagstir
um akkeri kom bátur úr landi með
einhvern embættismann fram að
skipinu, og réri í krihgum það en
átti ekki annað við skipverja.
Skömmu síðar kom hafnarfógetinn
á báti og konsúll Ameríkumanna
með hönutn. Skipstjóri var þá rakn-
aður svo úr rotinu að hann gat að
oafninu tekið móti þeim og gert
grein fyrir, hvernig á skipinu stæði.
Fólkið í Finkal varð öldungis hissa
af dirfsku þessa vesturfara þegar
það vissi hvernig á ferðum þeirra
stóð, að þeir skyldu leggja út í svo
langa sjóferð yfir Atlantshafiö á svo
litlu skipi, sem var svo illa útbúið
og svo illa stjórnað. Allir aumkuð-
ust yfir þá og sýndu þeim ýmsan
greiða. Einkutn fengu þeir beztu
viðtökur hjá konsúl Atneríkumanna;
hann bauð öllu liðinu heim til sín
og veitti því rausnarlega, útvegaði
því tnenn til fylgdar svo það gæti
skoðað sig sem bezt um í bænum
og utnhverfis hann, og byrgði skip-
ið að vistum.
Sunnudagskvöldið 31. júlí sigldu
vesturfarar aftur frá Madeira, og af
því eyjarmönnum fanst svo mikið
til um hreysti þeirra og hugrekki
voru skotin ttokkur skot frá hafnar-
víginu, í virðingar skyni, þegar þeir
lögðu út, eins og þetta hefði verið
herskip.
Nú flæktust þeir enn í hafi 10
vikur áður en þeir næðu þangað sem
ferðinni var heitið. Fyrir vankunn-
áttu skipstjórans fóru þeir inn í vest-
indíahafið og Mexíkóflóa og hreftu
þar óviður og mótbyr. En þrátt
fyrir þrutnuveður og storma.þrengsli
í skipinu, lítið fæði og í alla staði
illan aðbúnað, höfðu þó vesturfarar
beztu heilsu. Enginn sýktist né dóog
þegar þeit' á endanum eftir 14 vikna
útivist köstuðu akkerum á höfninnj
við New York 9 október, voru skip-
verjar orðnir einurn fleiri en upphaf.
lega, því á leiðinni hafði fæðst mey-
barn.
Eigi voru allir erviðleikar þrotnir,
þó til Ameríku væri komið. Menn
dáðust raunar rnjög að dirfrku þess-
ar.a manna og furðaði stórum á, að