Syrpa - 01.07.1915, Side 20

Syrpa - 01.07.1915, Side 20
18 SYRPA, I. HEFTI 1915 Þetta gerði eg öðru livoru nokkra stund. Síðan hætti eg því sem ann. ari vitleysu, og fór upp á loft í svefn- herbergi mitt. Skömmu síðar var komið til mín og sagt að gestirværu komnir, er beiddust gistingar. Petta fólk, sem kom, þekti eg ekkert. Eg spurði, hvort því hefði cigi þótt dimt, og hvernig því hefði gengið að rata. Það sagði: “Það varð svo dimt, að við vorum farin að villast, en ])á vorum við svo heppin að heyra hundgá og heyra hana öðru hvoru. En þegar hún liætti, sáum við glóra í ljósið í glugganum hérna uppi. Annars höfðum við víst eigi náð bæjum á þessu kvöldi.” Síðar um kveldið hvesti og gekk í vont veður. Eftir því, sem mér virtist þetta bera fyrir mig, áleit eg það vera liugboð. Sálin hafi séð það, sem fram fór, og leitt það til hugans; enda þykir mér það sennilegra held- ur en það hafi verið hugskeyti, því að fólkið ætlaði eigi að Þingeyrum og þekti þar engan. En þótt sum hugboð leiðist frá manns eigin sál, þá eru önnur, sem eigi geta verið á valdi sálarinnar, nema hún fái vitneskjuna annar- staðar f)-á. Eg vil segja frá dæmi sem mér varð minnisstætt, er mér virðist sanna þetta. Druknun Jóns Sigurðssonar Það var haustið 1897, að eg lét slátra nokkrum kindum heima hjá mér á Þingeyrum. Þetta var á þriðj- udegi. Sama dag lét eg vinnumann minn reka nokkrar kindur út að Blönduósi. Átti að slátra þeim þar daginn eftir. Af kindunum, er slátrað var heima, átti að flytja kjöt og gærur út að Blönduósi. Klyfjar- nar voru bundnar um kveldið, og hestarnir settir inn við gjöf, því að með birtu áttu tveir af piltuin mín- um aö leggja af stað með þá. Skyldu þeir, ásamt rekstrarmanninum, sJátra kindunum um dnginn, og konia .-:vo með slátur þeirra licim á liestunuii, að kveldinu. Með ljósaskiftunum klæddi eg mig, til að siá, hvernig heimanbún- ingurinn gengi. Þá voru piltarnir að enda við að leggja á hestana. Þegar eg \ar nær þvi koininn til þeirra, greip mig alt í einu svo mikil liræðsla og ónotakvíði, að mér lá við að nötra og varð hálfgert orð- fall við að heilsa upp á þá. Mér fanst einhver ógæfa vofa yfir þeim eða þá lestinni. Enga nánari grein gat eg þó gert mér fyrir þessu. Mér kom snög^lega til hugar, að hætta við sondiförina, en það var eigi hægt um vik. Enda gat eg enga hættu séð, sem ástæða væri til að óttast eða hægt væri að koma í veg fyrir. Vcður var gott, og Húnavatn og Laxá, sem voru á lciðinni, voru bæði iandahrein og hrægrunn, eða eins og þau gerast best yfirferðar. Eg bað samt pilta mína að fara varlega og kaupa sér heldur næga hjálp við slátrunina, en að verða of seinir tii að ná heim í skímu. Þeir foru svo af stað. Annar þeirra var Jón Sigurðsson. Eg "ór inn í bæinn, en hafði þar enga eirð og rangiaði þreyjulaus út og inn. Þegar fram á daginn kom, gekk eg út í hagana, fanst eg eigi geta verið á manna færi, af því að eg var þeim eigi sinnandi. Eg gat þó ails eigi fundið, í hverju þessi hætta lá, sem mér fanst vofa yfir. Þó virtist mér hún standa í einhverju sambandi við mennina, sem fóru um morg-

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.