Syrpa - 01.07.1915, Qupperneq 36
34
SYRPA, I. HEFTI 1915
þakkaði henni fyrir það, að hún
hefði frelsað sig, gerði gælur við
hana, og kallaði hana verndargoð-
ið sitt.
Svo hló hann að manninum sem
hefði verið svo heimskur að kaupa
flöskuna. “Það hefir víst verið
allra bezta skinn,” sagði hann. “En
ekki er alt sem sýnist. Hvað gat
að karldurginum gengið til þess að
kaupa flöskuna?”
“Það getur verið, að tilgangurinn
hafi verið góður, elskan mín,” sagði
Kókúa blíðle'ga.
“Hvaða bull! Eg segi þér satt, að
það hefir verið argasti þorpari, og
þar að auki afgamall afglapi. Það
gekk nógu illa að scija flöskuna
fyrir fjórar centimur, og liver held-
ur þú að kaupi liana fyrir þrjár?”
“Það er ait of lítið svifrúm til
þess að geta selt flöskuna,—menn
vara sig, svei mér, á því,—uss, uss,”
sagði hann með hryllingi. “Að
vísu keypti eg liana einusinni fyrir
eitt cent, þó að eg vissi ekki, að til
væri minni peningar. En slíkt
gerir enginn aftur. Sá, sem nú á
flöskuna, fer með hana með sér i
eldinn eilífa.”
“Elsku maðurinn minn!” mælti
Kókúa; “er það ekki óttalegt og
syndsamlegt að frelsa sjálfan sig
með því að steypa öðrum í eilífa
glötun? Mér finst eg aldrei geta
verið glöð framar. Mér finst eg vera
gagntekin af viðkvæmni og þung-
lyndi, og eg vil biðja fyrir vesaiingn-
um sem nú á flöskuna.”
Kífi fann, að Kókúa hafði rétt að
mæla, og þessvegna reiddist liann
enn þá meira.
“Nú batnar!” hrópaði hann í
bræði sinni. “Ver þú svo viökvæin
og þunglynd sem þér sýnist. En
það sæmir ilia góðri eiginkonu. Ef
þú hugsaðir nokkuð um mig.mynd-
ir þú skammast þín fyrir að tala
svona.”
Síðan stökk liann út, og Kókúa
varð ein eftir.
Hún vissi það vel, að það var ó-
mögulegt að selja flöskuna fyrir
tvær centimur, og þó að liún kynni
að geta það þarna á eynni, þá var
nú loku skotið fyrir það, þar sem
maður hennar ætlaði að fara burt
við fyrsta tækifæri, og þangað, sem
ekki væru til minni peningar en eitt
cent. Og nú hafði maður hennar
atyrt hana og yfirgefið — cinmitt
sama daginn sem hún frelsaði hann
með sinni eigin sál.
Hún ætlaði sér ekki einusinni að
reyna að selja flöskuna þenna tíma
sem hún átti eftir að vera þar á
eynni.
Hún fór ekki út fyrir húsdyr all-
ann daginn. Ýmist tók hún flösk-
una, og - virti hana fyrir sér með
ótta og skelfingu, eða hún fleygði
henni aftur með viðbjóði.
Loks kom Ivffi heim aftur, og vildi
að liún æki með sér út í borgina.
“Eg er veik,” svaraði Kókúa. “Eg
er svo niðurdregin, og hefi enga sál
til þess að skemta mér; þú verður
að virða mér til vorkunnar.”
Nú varð Kífi enn þá reiðari við
liana en áður. Hann hélt að hún
væri ennþá að hugsa um gamia
manninn með flöskuna. Iiann var
líka reiður við sjálfan sig, því að
hann fann það vdl, að Kókúa hugs.
aði rétt, og skammaðist sín fyrir
það, hvað hann gat sjálfur verið
glaður.
“Svona er þá ást þín og trúlyndi,”
mælti hann. “Eiginmaður þinn
hefir ofurselt sál sína eilífri fyrir-