Syrpa - 01.07.1915, Síða 58

Syrpa - 01.07.1915, Síða 58
HEIMSOKN til Ólafs stiptamtmans 1809. Kafli þessi sem hér er birtur, cr tekinn úr sögu Jörundar Hundadagakóngs, þess er braust til kóngstignar á íslandi sumari’S 1809. eins og kunnugt er. l*ar er kaflinn tekinn úr fer'ðasögu (,,A tour in Iceland'‘, prentuS í I.undúnum 1813) eftir enskan mann er Hookcr hét, og það sumar var á íslandi. — Ólafur Stephánsson, stiptamtmaSur var þá mcstur virðingamaÖur og göfugastur á íslandi, Bjó hann í Viðey og haföi veri'ö leystur frá embætti þá fyrir þrem árum, á áttræöisaldri. A'örir er koma við sögu í þessum kafla cru Joaeph Banlcs, tiginborinn ma'öur, þá í stjórn Englands. Haföi hann verið uppi á íslandi 1772 og gerðist þá mikill vin Ólafs stiptamtmans og reyndist ætíö sí'San íslandi mesti bjargvættur, þegar mesl iá vi'ð. Phelps var kaupmaður frá Lundúnum. Trampe, greifi og stiptamtmaður, eftirmaður Ólafs Stephánssonar og svo Jörgensen (Jörundnr Hundadagakóngur). 27. júní 1809. Þriðjudagur. Þessi dagur var ætlaður til þess að lieilsa upp á gamla stiptamtmanninn, ól- af Stepliánsson, sem hefir geheimeet- azráðs nafnbót, og var áður land- stjóri á ey þessari. Herra Phelps, herra Jörgensen og cg stigum á ltá- degi í íslenzkan siglingarhát með átta manns undir árum. Það voru hér um bil fjórar (enskar) mílur þangað sem stiptamtmaðurinn hjó, en það er á yndislegri eyju, sem heitir Viðey. Þegar við nálguðumst eyna sáum við húsið. Það stendur all-lágt milli tveggja hæða. Þegar ail-skamt var eftir vegarins leit það út sem mikið álitlegt aðsetur, og var það stærra hús og að ytra áliti nokkuru tigulegra, en nokkurt ann- að hús er eg hafði enn séð (á Is- landi). Það er úr sementlímduin steini og fjalaþak á, og er með fjöl- mörgum giergluggum. Þegar við lentum og komum nær sáum við samt að liér var sorglegur skortur á trésmíðum, múrurum og glermeist- urum. Glerið í beim gluggunum sem annars voru enn þá lieilir, var eins og aimennast gerist, en flestar rúðurnar voru brotnar, þó að það væri að utan breitt yfir það með tréhlerum, svo að það sæist ekki. Útidyr voru á miðju liúsinu. Það var ofboð lélegur súlnagangur úr tré, og voru dyr út úr beggja vegna. Hefði súlnagangur þessi verið í lietra standi, þá mátti liann vel vera til skjóls fyrir köldum vindum, en nú er iiann svo hrörlegur að hann er livorki til gagns né prýðis. Eg get okki líkt súlnagangnum fremur við annað en svínstí setta ])arna við vcgginn, en heldur í hærra lagi. En þótt það væri ekki neitt moistaraliandbragð utan á húsinu, þá bjó eigandi þar, sem tók oss svo vel og veitti oss svo frábærlega, að slíkt vekti traust á forstjóra hvers lands, sem enn væri í embætti og því meira á þeim, er lagt hefir niður völdin, og er þetta þess vert að fara um það nokkrum orðum frekar. Mér er líka því nær skapi að fjölyrða þetta nokkuð svo, að

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.