Syrpa - 01.07.1915, Blaðsíða 10
8
SYRPA, I. HEFTI 1915
Lebas, sem á heima vestarlega i
Rue Grandin í St. Boniface. En eg
fór þó ferð þessa hálf-nauðugur, af
því eg liafði liér um daginn orðið
missáttur við Lebas , fyrir sakir
drykkjuskapar hans og hemtufrekju.
—Þegar eg var nýlagður af stað,
var eg þess var, að Erlingur kom á
eftir mér. Og hafði Kjartan að lik-
indum fengið liann til að veita mér
eftirför. Erlingur var altaf á hæl-
ununi á mér, þangað til að eg kom
á Rue Grandin. Þá misti hann sjön-
ar á mér, því þar á götuhorninu
skreið eg inn undir gangstéttina,
þar sem liún liggur yfir lítið lækjar-
drag. Og beið eg þar á meðan liann
fór fram hjá. Þvi næst hélt eg ,til
baka yfir í borgina og norður á
Logan-stræti, hafði tal af þeim
Ednu og frú Colthart, og fór síðan
beina leið heim. Þá var Erlingur
háttaður og sofnaður. Svo fór um
“sjóferð” þá. En illa kann eg við
það, að mér sé veitt eftirför. Yið
það verð eg stygglyndur og mann-
fælinn og liræðist alt—jafnvel skugg-
ann minn. Eg finn það alt af betur
livað lítið eg á af sönnu þreki og
karlmensku. •
13. Ágúst.
í nótt rataði eg i all-alvarlegt æf-
intýri, og verður það mér lengi
minnistætt. Ætti það að kenna mér
að vera varkárari, en eg liefi verið
að undanförnu.og fara ekki eftir öllu
sem ókunnugir menn segja mér.
Mig furðar á því, hvað eg er enn þá
mikið barn, hvað eg er fáfróður, og
livað þekking mín á mönnunum
nær skamt.-------1 gær kom Lebas
hingað til að finna mig, og þóttist
hann nú hafa góða von um að geta
fundið Madeleine Vanda. Sagði
hann að kunningi sinn einn í St.
Boniface mundi geta gefið okkur
glöggar upplýsingar henni viðvíkj-
andi; en af því að þessi maður ætl-
aði bráðum að fara burtu úr bænum
væri bezt að eg talaði við hann eins
fljótt og auðið yrði. Eg trúði því,
að Lebas væri að segja mér satt, og
gleymdi eg því þá í svipinn, að
okur hafði orðið sundurorða ekki
aljs fyrir löngu. Og kom okkur að
lokum saman uiri það, að við skyld-
um hittast klukkan tíu þá um kvöld-
ið í lnisi, sem er skamt fyrir austan
Louise-brúna. Eg kom þangað á
tilteknum tíma, og var Lebas þar
fyrir. Ilann var þá orðinn töluvert
drulckinn, og vildi endilega fá mig
til að bíða þar um stund og taka
þátt i samdrykkju, sem þar átti að
fara fram um nóttina. En eg neit-
aði þvi harðlega, sagði eins og sátt
var, að eg hefði megnasta viðbjóð
á áfengu víni, og bað liann að fylgja
mér tafarlaust til mannsins, sem við
hefðum talað um að finna. Og varð
það úr á endanum, eftir langt þref
og leiðinlegt, að hann lagði á stað
með mér yfir í St. Boniface.—Loks-
ins fundum við þenna mann, sem
þykist vita, hvar Madeleine Vanda
er niðurkomin. Hann heitir Villon,
og býr einn sér í lirörlegum bjálka-
kofa skamt fyrir sunnan Seine-læk-
inn. Hann er einn með þeim allra
skuggalegustu mönnum, sem eg hefi
séð, og er víst til í flest. “Eg þekki
Madeleine Vanda,” sagði Villon, “og
eg get vísað þér á bústað liennar.
En það kostar dálitla peninga.” Eg
bað hann að nefna þá upphæð, sem
hann vildi fá. “Ef þú lætur mig fá
hundrað dali í kveld eða á morgun,
skal eg koma þér á fund þessarar
konu innan tveggja sólarhringa,”