Syrpa - 01.07.1915, Qupperneq 38
36
SYRPA, I. HEFTI 1915
hugar enn önnur ástæöa, og liann
blóðroönaði út að eyrum.
“Eg verð að komast fyrir hvernig
í hessu liggur,” hugsaði liann. Svo
lagði hann gætilega aftur liurðina,
og læddist burtu, án þess nokkuð
heyrðist til hans, en kom svo aftur
að aðaldyrunum, og gerði mikið
hark, svo að Kókúa hóldi, að hann
væri l>á fyrst að koma heim. Þegar
hann kom inn í stofuna, var flask-
an horfin, og Kókúa sat á stól, og
hrökk við, þegar hann kom, eins og
liún hafði vaknað af svefni.
“Eg hefi verið með skemtilegum
félögum í dag, og verið að drekka
og leika mér,” mælti hann við Kó-
kúa, og nú er eg kominn til þess að
sækja peninga, og fer svo út aftur.”
Kífi var dapur í bragði, og mál-
rómurinn alvarlegur, en Kókúá var
svo utan við sig af harmi, að hún
veitti því enga eftirtekt. “Það er
rétt gert af þér, að nota þá peninga
sem þú átt, elskan mín,” sagði Kó-
kúa slcjálfrödduð.
Eg geri ávalt það sem rétt er,”
svaraði Kífi, og gekk að kistunni,
eins og hann ætlaði niður í hornið,
þar sem flaskan hafði verið vön að
vera; en hún var þar ekki. Þá var
eins og kistan væi'i komin út á
rúmsjó, og ylti þar í ölduganginum,
og alt húsið væri á iði, og honum
sortnaði fyrir augum. Alt var til
ónýtis, og ekkert undanfæri. “Það
er þá eins og mig grunaöi” hugsaði
hann, “hún hefir sjálf keypt flösk-
una.”
Hann áttaði sig brátt aftur og
stóð á fætur, en svitinn rann í
straumum niður af enninu.
“Kókúa,t’ mælti hann, “eg var
vondur við þig í morgun. Nú ætla
eg að fara út að drekka með skemti.
leg.um lagsbræðrum,” sagði hann og
hló við. “Eg myndi liafa meiri á-
nægju af því, ef þú fyrirgæfir mér,
áður en eg færi.”
Kókúa fleygði sér á hné fyrir
framan hann, og kysti fætur hans
grátandi. “ó, eg hefi þráð það svo
mikið, að þú talaðir vingjarnlega
til mín,” andvarpaði hún.
“Yið skulum aldrei hugsa ilt
hvort við annað,” sagði Kífi, og
gekk út úr húsinu. Kífi hafði ekki
tekið aðra peninga úr kistunni cn
þrjár centimur. Hann ætlaði sér
alls ekki að fara að drekka aftur.
Kona lians hafði fórnað sál sinni
til að frelsa hann, og hann hugsaði
ekki um annað en að frelsa hana
aftur, með því að taka á sig bölv-
anina.
Hann hitti bátstjórann hjá
götuhprninu, þar sem hann liafði
skilið við hann.
“Konan mín hefir flöskuna, og eg
fæ enga peninga eða brennivín í
kveld nema þú viljir hjálpa mér til
þess að ná í hana aftur,” sagði Ivífi.
“Þú munt þó ekki ætla að lialda
því fram, að hún sé sönn, sagan um
flöskuna þína,” sagði bátstjórinn.
“Horfðu framan í mig hérna und-
ir kerinu, og vittu livort þér sýnist
eg nokkuð spjátrungslegur,” sagði
Kífi.
“Nci, ónei, þú ert alvarlegur eins
og afturganga,” sagði mannskepn-
an, og glápti á hann.
“Jæja þá,” mælti Kífi, “farðu nú
heim til konunnar minnar, og
biddu hana að selja þér flöskuna.
Hérna eru tvær centímur, og eg er
illa svikinn, ef hún lætur þig ekki
hafa flöskuna. Ivondu svo hingað
með liana, og eg skal kaupa hana af
þér aftur fyrir eina eentímu, því að