Syrpa - 01.07.1915, Qupperneq 7

Syrpa - 01.07.1915, Qupperneq 7
SYRPA, I. HEFTI 1915 5 maður stór auðugur af fé og höfð- ingi mikill. Hann hélt um all-langt skeið Rangárvallasýslu. Enn eru menjar Brynjólfs á Hlíðarenda— kista ein afarmikily öll útskorin, stendur þar í bæjardyrum, sem Guðríður móðir hans hafði flutt með sér frá Skálholti er hún var orð- in ekkja og flutti til sonar sins. Kista sú er kölluð biskupskista. Eftir Brynjólf Thorlacíus bjó að Hlíðarenda, teingdasonur hans, Sig- urður Sigurðsson Björnssonar lög- mans, landþingsskrifara. Kona Sig- urðar var Helga Brynjólfsdóttir Thorlacius. Bjuggu þau um 30 ára skeið á Hlíðarenda við rausn mikla. Sonur þeirra var sira Brynjólfur, faðir síra Sigurðar prests á útskál- um. Eftir Sigurð landþingsskrifara, bjó á Hliðarenda teingdasonur lians Þorleifur sýslumaður Vilhjálmsson. Hann var kvæntur málfriði Sigurð- ardóttur. Bjuggu þau á Hliðarenda til 1790. Frá 1790-1819 bjó á Hliðarenda Vigfús sýslumaður Thorarinsson, sýslumans frá Grund, Jónssonar frá Grenivík; kona Vigfúsar sýsl- umans var Steinun Bjarnardóttir Pálssonar, landlæknis og Rann- veigar Skúladóttur Magnússonar, landfógeta.' Sonur þeirra Vig- fúsar sýslumans og Steinunar var þjóðskáldið Bjarni Thorarinsson, amtmaður á Möðruvöllum. Gamlar sagnir eru í þeim sveitum að Vigfús sýslumaður hafi á þingaferðum sín- um um sýsluna látið bændur kyssa á litla fingur sinn i gegnum grindur sem sýslumans stúkan var mynduð með i þinghúsunum. 1 þá daga varð að vera skilrúm á millum sýslu- manna og bænda. önnur saga var af Vigfúsi Thorarinson, að eitt sum- ar er verið var að binda töðu af túni í svo kallaðri Kirkjubrekku á Illíðarenda, sem liggur beint frá bænum ofan að Þverá, að einn af vinnumönnunum batt sátu og ein af dætrum sýslumans með honum. Vinnumaður lét hagldir snúa upp mót brekkunni og stúlkan liggur á sátunni. Áður hana varir er vinnu- maður búinn að steypa henni yfir sátuna undan brekkunni. Allmikil gleði varð af þessu milli sýslumans- dóttur og vinnufólksins. Sýslu- maður sá út um glugga hvað gerðist og þótti dóttur sinni óvirðing gjörð; þrífur korða sinn, hleypur ofan brekkuna i bræði mikilli; liyggur liann að jafna sakir á vinnumanni með korða sinum og leggur til lians af alefli. Vinnumaður sá tilræðið, þrifur báðuin höndum um korðann, snýr hann i sundur i liöndum sýslu- mans, brýtur liann þvi næst í smá- stykki og kastar brotunum að sýslu- manni og biður liann liirða og lieim ganga, því sigurs þurfi liann aldrei að vænta af fangbrögðum við sig. Sýslumaður tók lieilræði vinnu- manns og gekk lieim þegjandi. Eins og sjá má hér að framan liafa allmargir lieldri menn á Hliðarenda búið, og flestir eða allir þeirra vel að sér gjörir og höfðingjar miklir. Sumir liverjir mestir virðingamenn á landinu um sína daga. En nú eru þeir huldir þoku, allir þessir menn alþýðunni, nema Gunnar Há- mundarson. Ávalt þegar rætt er um I-Ilíðarenda er það í sambandi við Gunnar, allur fjöldin af alþýðu veit ekki að þar liafi aðrir höfðingjar búið en hann. Svo það er bóndinn en ekki em- bættismaðurinn, sem hefir gjört þann garð frægan. Sigurður Jónsson. (við Bantry-pósthús í N.-Dakota.)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.