Syrpa - 01.07.1915, Blaðsíða 6

Syrpa - 01.07.1915, Blaðsíða 6
4 SYRPA, I. HEFTI 1915 kirkjuprestur á biskupssetrinu og var á heimleið frá Torfastöðum í Biskupstungum, sem ])á var anexía frá Skálholti. Þeir hreptu hríðar- byl og lágu úti um nóttina. Er Er- lendur tók illa að þola, mælti prest- ur: önnur verður okkar æfi er eg verð biskup í Skálholti, en þú tengd- asonur Þorvarðar hins ríka á Möð- ruvöllum. Erlendur varð seinna sýslumaður í Rangárvallasýslu. Börn lians og Guðríðar voru Þorvarður er seinna varð lögmaður og bjó á Möðruvöllum, og Vigfús, hirðstjóri yfir íslandi og Hólmfríður í Dal undir Eyjafjöllum. Um 1500 bjó á Hlíöarenda Vigfús Erlendsson Erlendssonar, lögmaður. Var hann og síðar hirðstjóri. Tal- inn var hann mikill höfðingi og góður læknir. Kona Vigfúsar var Guðrún Pálsdóttir Jónssonar frá Skarði á Skarðströnd. Um og eftir árið 1530 bjó á Hlíð- arenda Páll Vigfússon Erlendssonar, lögmaður. Auðmaður mikill. Kona Páls lögmans var Guðný Jónsdóttir prest frá Holti undir Eyjafjöllum. Páll lögmaður át-ti engin börn. Fyrir og eftir 1570, bjó að Hlíðar- enda Árni sýslumaður Gíslason frá Hafgrimsstöðum. Kona Árna var Guðrún Sæmundsdóttir, Eiríkssonar frá Ási i Holtum og Guðríðar Vig- fúsdóttur, hirðstjóra á Illíðarenda. Áttu þau fjölda barna. Árni Gísla- son var mikill og merkilegur höfð- ingi, góðgjarn og vinsæll. Varð hann einliver kynsælastur maður á íslandi. Synir Árna voru Gísli sýslumaður og Hákon sýslumaður í Klofa, faðir Gísla lögmans í Bræðra- tungu. Halldóra dóttir Árna á Illíðarenda átti Guðbrandur Þorlák- son biskup á Hólum. Afkomendur Árna Gislasonar urðu einhverjir þeir allra merkustu á íslandi. Fft’'” Árna Gíslason bjó á Hliðarenda Gisli sonur hans, sýslumaður í Rangár- vallasýslu um aldamótin 1600. Kona Gísla var Ragnhildur Guðmunds- dóttir frá Eyri við Seyðisfjörð. Eftir Gísla Árnason bjó á Hlíðar- enda Þorleifur Magnússon, sýslu- maður í Rangárvallasýslu, sonur Magnúsar hins prúða, Jónssonar i Bæ á Rauðasandi. Kona Þorleifs var Gróa Gísladóttir, Árnasonar, fyr- irrennara hans. Þorleifur var höfðingi mikill, sem þeir aðrir frændur hans, afkomendur Jóns Magnússonar á Svalbarði. Eftir Þorleif kom að Hlíðarenda Gísli Magnússon sýslumaður, sem ýmist var kallaður hinn vísi eða lærði. Gísli var einhver hin mesti höfðingi og besti á íslandi um sína daga. Hann bjó á Hlíðarenda um 1660. Ræktaði liann þar korn sem ekki þektist þar áður, síðan um daga Gunnars. Gísli var kvæntur Þrúði Þorleifsdóttur Magnússonar, einkadóttir þeirra var Guðriður kona Þórðar biskups Þorlákssonar í Skálholti. Á efri árum sínum flutti Gisli Magnússon að Skalliolti til Þórðar biskups og Guðríðar dóttur sinnar, þótti hann þar vera staðar- prýði og hrókur als fagnaðar. Eftir Gísla Magnússon hinn visa tók við búi'á Hliðarenda Brynjólfur Thorlacíus dóttursonur hans. Var faðir hans Þórður biskup Thorláks- son í Skálholti. Brynjólfur Thorlacíus bjó á Hlið- arenda fyrir og cftir 1700. Kona hans var Jórunn Skúladóttir frá Grenjaðarstað, bræðrunga hans. Brynjólfur Thorlacíus var vænn að álitum og hinn tigulegasti. Var hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.