Syrpa - 01.07.1915, Síða 6

Syrpa - 01.07.1915, Síða 6
4 SYRPA, I. HEFTI 1915 kirkjuprestur á biskupssetrinu og var á heimleið frá Torfastöðum í Biskupstungum, sem ])á var anexía frá Skálholti. Þeir hreptu hríðar- byl og lágu úti um nóttina. Er Er- lendur tók illa að þola, mælti prest- ur: önnur verður okkar æfi er eg verð biskup í Skálholti, en þú tengd- asonur Þorvarðar hins ríka á Möð- ruvöllum. Erlendur varð seinna sýslumaður í Rangárvallasýslu. Börn lians og Guðríðar voru Þorvarður er seinna varð lögmaður og bjó á Möðruvöllum, og Vigfús, hirðstjóri yfir íslandi og Hólmfríður í Dal undir Eyjafjöllum. Um 1500 bjó á Hlíöarenda Vigfús Erlendsson Erlendssonar, lögmaður. Var hann og síðar hirðstjóri. Tal- inn var hann mikill höfðingi og góður læknir. Kona Vigfúsar var Guðrún Pálsdóttir Jónssonar frá Skarði á Skarðströnd. Um og eftir árið 1530 bjó á Hlíð- arenda Páll Vigfússon Erlendssonar, lögmaður. Auðmaður mikill. Kona Páls lögmans var Guðný Jónsdóttir prest frá Holti undir Eyjafjöllum. Páll lögmaður át-ti engin börn. Fyrir og eftir 1570, bjó að Hlíðar- enda Árni sýslumaður Gíslason frá Hafgrimsstöðum. Kona Árna var Guðrún Sæmundsdóttir, Eiríkssonar frá Ási i Holtum og Guðríðar Vig- fúsdóttur, hirðstjóra á Illíðarenda. Áttu þau fjölda barna. Árni Gísla- son var mikill og merkilegur höfð- ingi, góðgjarn og vinsæll. Varð hann einliver kynsælastur maður á íslandi. Synir Árna voru Gísli sýslumaður og Hákon sýslumaður í Klofa, faðir Gísla lögmans í Bræðra- tungu. Halldóra dóttir Árna á Illíðarenda átti Guðbrandur Þorlák- son biskup á Hólum. Afkomendur Árna Gislasonar urðu einhverjir þeir allra merkustu á íslandi. Fft’'” Árna Gíslason bjó á Hliðarenda Gisli sonur hans, sýslumaður í Rangár- vallasýslu um aldamótin 1600. Kona Gísla var Ragnhildur Guðmunds- dóttir frá Eyri við Seyðisfjörð. Eftir Gísla Árnason bjó á Hlíðar- enda Þorleifur Magnússon, sýslu- maður í Rangárvallasýslu, sonur Magnúsar hins prúða, Jónssonar i Bæ á Rauðasandi. Kona Þorleifs var Gróa Gísladóttir, Árnasonar, fyr- irrennara hans. Þorleifur var höfðingi mikill, sem þeir aðrir frændur hans, afkomendur Jóns Magnússonar á Svalbarði. Eftir Þorleif kom að Hlíðarenda Gísli Magnússon sýslumaður, sem ýmist var kallaður hinn vísi eða lærði. Gísli var einhver hin mesti höfðingi og besti á íslandi um sína daga. Hann bjó á Hlíðarenda um 1660. Ræktaði liann þar korn sem ekki þektist þar áður, síðan um daga Gunnars. Gísli var kvæntur Þrúði Þorleifsdóttur Magnússonar, einkadóttir þeirra var Guðriður kona Þórðar biskups Þorlákssonar í Skálholti. Á efri árum sínum flutti Gisli Magnússon að Skalliolti til Þórðar biskups og Guðríðar dóttur sinnar, þótti hann þar vera staðar- prýði og hrókur als fagnaðar. Eftir Gísla Magnússon hinn visa tók við búi'á Hliðarenda Brynjólfur Thorlacíus dóttursonur hans. Var faðir hans Þórður biskup Thorláks- son í Skálholti. Brynjólfur Thorlacíus bjó á Hlið- arenda fyrir og cftir 1700. Kona hans var Jórunn Skúladóttir frá Grenjaðarstað, bræðrunga hans. Brynjólfur Thorlacíus var vænn að álitum og hinn tigulegasti. Var hann

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.