Syrpa - 01.07.1915, Side 4

Syrpa - 01.07.1915, Side 4
2 SYRPA, I. HEFTI 1915 gerzkan. Þá er Gunnar kom heim til Hlíðarenda með allri þeirri sæmd, sem hann hafði hlotiS í útlöndum, var hann hinn sami, blíSi og lítiláti húsbóndinn viS heimamenn siná. Segir sagan aS ekki liafi vaxiS dramb hans. Þessi glæsilegi höfð- ingi fornaldarinnar hefir varpaS þeim dýrSarljóma á Hlíðarenda, að engin jörð á íslandi hefir náð eins föstum tökum í huga hinnar sögufróðu þjóðar. í fjarlægum héröðum er ávalt tal- að um Hlíðarenda í sambandi við Gunnar, þótt síðan, öld eftir öld, hafi þar stórhöfðingjar búið. Er það nafn Gunnars Hámundarsonar sem bregður skugga á eftirmenn hans. Til Hlíðarenda hafa komið fjölda margir ferðamenn, útlendir og inn- lendir, aðeins til að sjá hinn fræga bústað Gunnars. Hafa þeir dáðst mjög að fegurð náttúrunnar. Að Hlíðarendi varð að stöðugu höfðingjasetri seinni alda hafa legið til þau rök, í fyrsta lagi, að Gunnar bjó þar, og í annan stað náttúru- fegurðin. Fljótshlíðin cr, sem kunn- ugt er, fjallás einn, og liggur hann frá austri til vesturs, svo að bygðin liggur öll á móti suðri, einsett bæjar- röð allþéttri. Talin er Fljótshlíðin vera þrjár mílur danskar á lengd. Á vestanverðri hlíðinni stendur fjallið Þríhyrningur, allstórt og grasi vaxið að sunnan en með skríðum að norðan. Efst á Þríhyrning er dalur einn, sem kallaður er Flosa- dalur, síðan Flosi Þórðarson og brennumenn leyndust þar. Austast uppá hlíðinni eru Tindafjöll, liimin- gnæfandi, og mjallahvít sumar og vetur. Andspænis TindafjöIIum hinumegin við Markarfljótá sundið, situr hinn hái Eyjafjalla jökull. Fyr- ir botninum á sundi þessu liggur hin unaðsprýdda Þórsmörk og Goða- land. Á Þórsmörk bjó Björn fylgd- armaður Kára. Eftir sundi þessu, sem liggur á milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla, rennur Markarfljót, er nafnið dregið af Þórsmörk þar fljót- ið rennur beggja vegna meðfram henni. Eftir að fljótið skilur við Þórsmörk rennur það eftir renn- sléttum eyrum í þremur kvíslum til sjávar. Ein kvíslin meðfram Eyjafjöllum vestan við Seljalands- múla, liann er nálega í suðri frá Hliðarenda. önnur kvíslin rennur meðfram Austur-Landeyjum til sjáv- ar, en liin þriðja i gegnum Land- eyjar, og aðskilur hún austur og vestur Landeyjar, heitir kvísl sú Affall. Á bakka þess að vestan- verðu stendur hinn þjóðkunni Berg- þórshvoll. Næst sjónum hérumbil fimm mílur danskar i vestur frá Hliðarenda, vestanvert við túnið á Bergþórshvoli, er litill lækur, sem sagt er að Kári Sölmundarson hafi slökt á sér eldinn, og þar skamt frá gröf ein er hann livildi sig í, og enn er kölluð Káragröf. Mitt á milli Hlíðarenda og Bergþórshvols er Vorsabær. Þar hjó Höskuldur Hvít- anesgoði. Meðfram Fljótshlíðinni við rætur hennar rennur á ein er. Þverá heitir, mynda hana mest læk- ir sem falla ofan liliðina, vex hún við hvern lækinn sem i liana fellur, og endar að lokum allstór. Þverá rennur fyrir neðan túnið á Hlíðar- enda og hefir gjört þar spellvirki mikið á túni og engjum. Mælt er að Akratunga, sem Njála talar um, sé öll komin i Þverá. Sunnan við Þverá niður á eyrunum liggja allir búfjárhagar frá Hlíðarenda þar

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.