Syrpa - 01.07.1915, Qupperneq 4

Syrpa - 01.07.1915, Qupperneq 4
2 SYRPA, I. HEFTI 1915 gerzkan. Þá er Gunnar kom heim til Hlíðarenda með allri þeirri sæmd, sem hann hafði hlotiS í útlöndum, var hann hinn sami, blíSi og lítiláti húsbóndinn viS heimamenn siná. Segir sagan aS ekki liafi vaxiS dramb hans. Þessi glæsilegi höfð- ingi fornaldarinnar hefir varpaS þeim dýrSarljóma á Hlíðarenda, að engin jörð á íslandi hefir náð eins föstum tökum í huga hinnar sögufróðu þjóðar. í fjarlægum héröðum er ávalt tal- að um Hlíðarenda í sambandi við Gunnar, þótt síðan, öld eftir öld, hafi þar stórhöfðingjar búið. Er það nafn Gunnars Hámundarsonar sem bregður skugga á eftirmenn hans. Til Hlíðarenda hafa komið fjölda margir ferðamenn, útlendir og inn- lendir, aðeins til að sjá hinn fræga bústað Gunnars. Hafa þeir dáðst mjög að fegurð náttúrunnar. Að Hlíðarendi varð að stöðugu höfðingjasetri seinni alda hafa legið til þau rök, í fyrsta lagi, að Gunnar bjó þar, og í annan stað náttúru- fegurðin. Fljótshlíðin cr, sem kunn- ugt er, fjallás einn, og liggur hann frá austri til vesturs, svo að bygðin liggur öll á móti suðri, einsett bæjar- röð allþéttri. Talin er Fljótshlíðin vera þrjár mílur danskar á lengd. Á vestanverðri hlíðinni stendur fjallið Þríhyrningur, allstórt og grasi vaxið að sunnan en með skríðum að norðan. Efst á Þríhyrning er dalur einn, sem kallaður er Flosa- dalur, síðan Flosi Þórðarson og brennumenn leyndust þar. Austast uppá hlíðinni eru Tindafjöll, liimin- gnæfandi, og mjallahvít sumar og vetur. Andspænis TindafjöIIum hinumegin við Markarfljótá sundið, situr hinn hái Eyjafjalla jökull. Fyr- ir botninum á sundi þessu liggur hin unaðsprýdda Þórsmörk og Goða- land. Á Þórsmörk bjó Björn fylgd- armaður Kára. Eftir sundi þessu, sem liggur á milli Fljótshlíðar og Eyjafjalla, rennur Markarfljót, er nafnið dregið af Þórsmörk þar fljót- ið rennur beggja vegna meðfram henni. Eftir að fljótið skilur við Þórsmörk rennur það eftir renn- sléttum eyrum í þremur kvíslum til sjávar. Ein kvíslin meðfram Eyjafjöllum vestan við Seljalands- múla, liann er nálega í suðri frá Hliðarenda. önnur kvíslin rennur meðfram Austur-Landeyjum til sjáv- ar, en liin þriðja i gegnum Land- eyjar, og aðskilur hún austur og vestur Landeyjar, heitir kvísl sú Affall. Á bakka þess að vestan- verðu stendur hinn þjóðkunni Berg- þórshvoll. Næst sjónum hérumbil fimm mílur danskar i vestur frá Hliðarenda, vestanvert við túnið á Bergþórshvoli, er litill lækur, sem sagt er að Kári Sölmundarson hafi slökt á sér eldinn, og þar skamt frá gröf ein er hann livildi sig í, og enn er kölluð Káragröf. Mitt á milli Hlíðarenda og Bergþórshvols er Vorsabær. Þar hjó Höskuldur Hvít- anesgoði. Meðfram Fljótshlíðinni við rætur hennar rennur á ein er. Þverá heitir, mynda hana mest læk- ir sem falla ofan liliðina, vex hún við hvern lækinn sem i liana fellur, og endar að lokum allstór. Þverá rennur fyrir neðan túnið á Hlíðar- enda og hefir gjört þar spellvirki mikið á túni og engjum. Mælt er að Akratunga, sem Njála talar um, sé öll komin i Þverá. Sunnan við Þverá niður á eyrunum liggja allir búfjárhagar frá Hlíðarenda þar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Syrpa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.