Syrpa - 01.07.1915, Síða 55
SYRPA, I. HEFTI 1915
53
En þetta var nú samt ekki mikiö
hjá því sem á eftir kom. Með stök-
ustu stillingu, dró liann upp dýr-
indis leöurveski, tók úr því margs-
konar spegilfögur áhöld og byrjaöi
aö hreinsa og laga til á sér negl-
urnar, meö hinni mestu gaumgæfni.
Hópur manna þyrptist utan um
hann undrandi, meöan hann var að
þessu verki sínu. En hann lét sem
hann tæki ekki eftir neinu. Loksins
höfðum vér náö skotgröfunum og
sett okkur á laggirnar.
En ,,hans hátign“ braut 5.11ar
reglur, á einhvern hátt. Hann gat
ekki sofiö án þess að hafa kodda
undir höföinu og keypti af þeim
næsta fyrir tvo vindlingapakka að
mega hvíla höfuöiö á maga hans.
En álit vort á honum breyttist
fljótt. Eftir að hann hafði lagt að
velli 16 Þjóðverja, hvern á fætur
öðrum, án þess að missa skots,
fyltumst vér aödáunar yfir iist hans
og hugrekki.
Nokkru seinna yfirgáfum vérskot-
grafirnar, því miður ekki þó allir,
og var oss skipað að taka þorp eitt
sem var fullskipað Bavariu-liði. Til
þess að hvetja menn vora, mælti
foringi vor:
Þér sjáið húsin þarna ! Inn í
liverju þeirra eru ágætis rúm, og
þau megið þér nota ef vér náum
þorpinu á vort vald“.
Og þér getið hugsað yður að vér
vorum ekki lengi að ráðgast um
hvað gera skyldi. Eg var með þeim
fyrstu, sem nálguðust þorpið, að
minsta kosti hugði ejj svo vera. En
mér brá heldur en ekki, er eg kom
inn í fyrsta húsið, og sá , ,hans há-
tign“ teygja úr sér makindalega í
einu púminu. Þar hafði átt hvílu
þýzkur yfirforingi. En ,,hans há-
tign“ hafði umsvifalaust, kastað
honum öfugum út um gluggann.
Vér hugðutn að í þorpi þessu
mundum vér nú geta notið góðrar
og styrkjandi næturhvíldar; en því
var ekki að heilsa.
Liltu eftir óttuskeið var os§ skip-
aö rísa úr rekkju, tneö því aö þýzk
hersveit væri þá og þegar komin til
þorpsins. Mér gekk vel.aövekja
alla mennina, og þeir ruku í fötin
tafarlaust, að undanteknum ,,hans
hátign“. ,,Farðu á fætur undir
eins“, hrópaði eg í bræði. ,,Mér
dettur það ekki í hug“, svaraöi
hann, ,,Ertu sjóðandi bandvitlaus“
sagði eg. „Stórefiis hersveit þýzk,
er rétt í þann veginn að ráða á okk-
ur, og við verðum að flýja. ,,Þótt
það væri allur her þjóðverja, sem að
oss sækti í einu lagi“, sagði hann,
,,þá mundi eg hvergi fara. Eg
kynni illa við að láta þýzkarann reka
mig upp úr mínu eigin rúmi aö ó-
reyndu“. Og hann var eldrauður í
framan. Það var í eina skiftið sem
eg sá hann skifta skapi. ,,Eg skipa
þér“, sagði eg á ný; en hann sneri
sér á hina hliðina og steinsolnaði.
Vér yfirgáfum þorpið, en námum
staðar og bjuggumst til varnar á
hæð einni um hálfa mílu burtu.
F'oringi vor brá kíkinum fyrir augað:
,,Er það ekki undarlegt“, mælti
hann; óvinirnir hafa enn eigi tekið
þorpið; heldur eru þeir að eins aö
smá-myndast við að skjóta á næstu
húsin, og að smá hörfa til baka.
Mér varð litið þangað líka. Það
var sýnilega einhver sem veitti þýzk-
aranum mótspyrnu. Og það var
enginn annar en ,,hans hátign“,
sem sendi kúlurnar í allar áttir til
varnar rúminu sínu. Nokkrum mín-
útum síðar fengum vér liðsauka, og
þá tókum vér þorpið að fullu og öllu.
En getiði hugsað yður í hverju á-
standi vér hittum ,,hans hátign?“
Hann lá steinsofandi, með sama
væröarblæinn á andlitinu. Eg ýtti
við honum. Hann rumskaðist.
„Hvernig líður þér?“ spurði eg.
„Geturðu útvegað mér kaffisopa?“
sagði hann. Meira sagði hann ekki
þann daginn.
Ilann er sá værukærasti Breti,
sem eg hefi þekt. Hann er enn á
orustuvellinum og hefir unnið hvert
þrekvirkið á fætur öðru,,.