Syrpa - 01.07.1915, Síða 12

Syrpa - 01.07.1915, Síða 12
1Ó SYRPA, I, HEFTI 1915 um, fundið súrl til þess, hvað eg er illa að mér i islenzka, svo eg dirfisl vart að skrifa eitt stutt sendibréf á því múli. Vona eg samt að enginn lúi mér það, þó cg sé orðinn rgðgað- nr i þvi, þar eg hefi við engan sam- landa minn talað í full tuttugu og fimm ár, né neina islenzka bók séð allan þann tima, utan meistara Jóns húspostillu, hverja eg oftlega lesið hefi mér til hugsvölunar og upp- bgggingar, og aldrei við mig skilið, heldur varðveitt sem helgan dóm.— Eg get sagt þér það með sanni, mín elskulega systir, að eg liefi mörgum sinnum í mikinn háska og mann- raunir ratað nn á siðari árum, og mundi eg þráfaldlega hafa örvingl- ast og fallið fyrir borð, hefði ekki kraftur sannrar tráar stutt mig og aukið mér dug og djörfung... Og sannfærist eg æ betur um það, þvi lengur sem eg lifi, að trúin á guð cr sérhverjum manni (og ekki sizt sjó- manninum) öldungis eins nauðsyn- leg og hið hreina loft, scm hann andar að sér. Og enga sanna sjó- hetju hefi eg enn fyrir hitt, sem ekki liefir í sínu hjarta verið sterlcur guðstrúarmaður. Gæti cg margt um það skrifað, ef ástæður leyfðu. En systir mín elskuleg, eg verð nú að minnast á hina siðustu sjóferð mína og láta þig vita, hversvegna eg er hingað kominn — mörg lumdruð milur frá sjó—og verður þetta efa- taust mitt hið síðasta skrif til þin, því mitt æfiskeið cr nú senn á enda runnið. Er heilsa minni þannig farið, að eg get ekki búisl við að lifa þenna velur allan. En ekki máttu ætla það, að eg kviði dauða minum. Og vildi eg þó gjarnan lifa lítið eitt lengur.svo eg gæti það verk af hendi leyst, sem eg hét einum minum reisu bróður (sem nú er dáinn i drotni) að framkvæma fyrir hann. En fyr- ir því að eg megna ekki að enda það loforð, þá ræðst eg í það, að skrifa þér, á meðan kraftur og ræna lcyfir, ef svo mætli ske, að þú og þin börn gætu komið því til góðrar enda lykt- ar, sem eg verð frá að hverfa. Skal eg nú byrja á því: að þegar eg kom frá Ástralíu til hins sióra staðar Nýju-Jórvíkur, annó 1866, þá komst eg þar í kynni við einn fróm- an og heiðvirðan sjómann, William Trent að nafni, hvers vinskap og trúnað eg að lokum ávann mér. Vorum við saman í siglingum hátt á þriðja ár, og reyndist liann mér alla tima eins og ástríkur bróðir. Get eg ckki tára bundist er eg minn- ist hans og lians hörmulegu afdrifa. Hefi cg aldrei kynni haft af eins hreinhjörtuðum manni, að fráskild- um mínum elskaða föður. Þessi frómi maður (William Trcnt) slapp þó elcki með öltu við lastmæli heims- ins, því að óhlutvandir menn sögðu það um hann, að hann hefði Mamm- on fyrir sinn guð, sem þó var fjarri öllum sanni. En það var satt, að hann var næsla varkár i pen- ingasökum og sóaði ekki í óþarfa því fé, sem hann með súrum sveita hafði aflað, og má það ékki lastvert kalla. Aldrci liafði liann kvænzt og hafði ekki fyrir neinum að sjá, er eg cyntust þonum.því áð lians góðu for- eldrar voru löngu dánir. En bróður sinn Ilenry, hver cnn er á lífi, (eftir því sem eg bezt veit) styrkti hann oft með stórum fégjöfum, þvi llenry var haður fátækur, cn þó ærlegur og vcl gefinn að mörgu leyti. Hann hcitir fullu nafni Henry Artliur Sam- uel Trent og á heima í húsinu nr. 843 á Oak-stræti í Brooklyn. Qg

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.