Syrpa - 01.07.1915, Side 24

Syrpa - 01.07.1915, Side 24
11 SYRPA, í. HEFTIJ191S mín, en þeirra varð eg eigi var. Enn sté eg á bak, en alt fór á sömu leið. Eg preyttist á þcssu striti við hest- inn, enda vildi eg vita, hver cndir á þessu yrði. Slepti því taumunum og lét klárinn með öllu sjálfráðan. Hann fór þá á hröðum seinagangi, teygði fram trjónuna og stefndi styztu leið suður til vatnsins. Þegar að vatninu kom, lagði Mó- skjóni umsvifalaust út í það. Þá er liann var kominn vel í liné fór mér ekki að verða um sel. Stöðv- aði eg þá hestinn, en til þess varð eg að halda mjög þétt við hann. Virtist mér þá orkustrauma leggja til mín framan úr vatninu frá 16— 24 m. fjarlægð. Á stefnu og ummáli orkustraumanna virtist mér lielzt, að þeir lægju frá fáeinum mönnum, er sneru beint að mér, og sætu á hestum á sundi. Ekkert gat eg þó séð né heyrt. Þó vil eg ekki gera mikið úr þessari straumleiðslu. Á- byggilegast er orkustreymi, þegar menn eru í algerðu hugsunarleysi eða utan við sjálfa sig. En sannast sagna, var að koma hálfgerður ó- notabeygur að mér, svo að eg gat eigi liaidið mér í algerðu hugsunar- leysi. Mjóskjóni stappaði og stiklaði í vatninu og reyndi að æða áfrain. Varð því anr'.aðir.ort að hrökkvo eða stökkva. jMcö þeirri einbeitr.i, sem eg liafð' til, skipaði eg þessuin ósýniiegu, ímynduðu verum, með harðneskju á burtu. Rykti eg þá liestinum upp iíi ^atninu og stökk af baki. Greip fast um taumana upp við stengurnar, og lét svipuna ríða nokkrum sinnum yfir hnakk- inn og um lend klársins. Vildi á þann liátt reyna að vekja hann úr þessu algerða ósjáifræði, dáleiðsiu eða mögnuðu seiðleiðslu. Síðan fór eg á bak á Móskjóna. Var hann þá eins og liugur manns, eða jafn og hann átti að sér að vera. Engum getum leiði eg um það, livort þetta atvik stendur í nokkru sambandi við það, að um tveim mánuðum síðar druknaði Jón Sig- urðsson af þessum sama hesti.

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.