Syrpa - 01.07.1915, Qupperneq 46
44
SYRPA, I. HEFTI 1915
aö því er snerti vörn gegn fallbyssu-
skotum, en langtum stærra en þeir.
Þetta skip, Inflexible, eins og þaö
var nefnt, var yfir 11,000 smálestir
og klætt tveggja feta þykkum stál-
plötum um miöjuna, en endarnir
voru óvarðir. Það hafði tvo mjög
sterka skotturna, og voru fallbyss-
urnar í þeim, en fáar eða engar ann-
arsstaðar á skipinu. Ekki reyndist
þessi gerð vel, og hefir benni því
verið breytt, svo að nú eru öll stærri
herskip varin stafna á milli og hafa
fallbyssur bæði í skotturnum og eft-
ir skipinu endilöngu. Stærstu skip-
in í brezka flotanum (super-Dread-
noughts) eru um 25,000 smálestir
að stærð og um 620 fet á lengd.
Þau eru stálvarin með 12 þumlunga
þykkum plötum um mlðjuna, til að
hlífa vélunum, og 4 þumlunga þykk-
um plötum til endanna. Skotturn-
arnir, sem eru tveir, eru varðir með
10 þumlunga þykkum stálplötum.
Skip af þessu tagi hafa 22 stórar
fallbyssur og nokkrar smærri. Sum-
ar af þeim stnærri á þeim allra-nýj-
ustu eru ætlaðar til þess að skjóta á
flugvélar og aðrar til þess að skjóta
á tundurbáta. Þetta eru stærstu og
bezt útbúnu herskipin, sem Eng-,
lendingar eiga, og hafa þau verið
bygð á síðastliðnúm þremur árum.
Sum af skipum Þjóðverja eru þó enn
þá stærri en útbúnaður mun vera
hérumbil sá sami. Næst super-
Dreadnoughts koma Dreadnoughts,
eru það nokkuð minni skip en með
samskonar útbúnaði; þá koma víg-
drekar (battleships) og njósnarskip
(cruisers). Eru bæði vígdrekar og
stærri njósnarskip stálvarin. Onn-
ur herskip eru tundurbátabrjótar
(destroyers) og tundurbátar (torp-
edoe boats). í brezka flotanum
voru áður en stríðið byrjaði 728 skip
af öllum tegundum; og skipshafn-
irnar samtals 151,000 menn. Þjóð-
verjar höfðu áður en stríðið byrjaði
316 skip.
Stærstu fallbyssur, sem nú eru
notaðar á herskipúm eru 15 þuml-
unga byssur, það er að segja, þver-
mál hlaupsins að innan er 15 þuml-
ungar. Eitt skot úr slíkri byssu
vegur 1 ,950 pund. Sprengikúla úr
14 þumlunga fallbyssu gengur í
gegnum 14 þumlunga þykka stál-
plötu á 7 mílna færi. Eilt slíkt skot
kostar um 700 dollara. Byssum
þessum má miða með mestu ná-
kvæmni, og þær smærri eru afar-
hraðskeytar. Herskip af Dread-
nought flokknum útbúin með stærstu
fallbyssum, sem nú eru búnar til,
eru að skoðun rnargra, einu herskip-
in sem koma að nokkru verulegu
gagni nú. ÖIl önnur herskip að
tundurbátum fráskildum, eru á eft-
ir tímanum.
Tundurbátar eru þannig gjörðir,
að þeim má hleypa í kaf á svipstundu
Þeir geta farið langar leiðir í kafi og
sjást þá ekki fyr en þeir eru rétt
komnir að skipi því, sem þeir ætla
að sökkva. En þó tundurbáturinn
sé sjálfur í kafi, veit skipshöfnin á
honum vel hvað framundan er. Eins
konar kíkir, sem nefndur er peri-
skóp, segir til um það. Annarendi
hans stendur altaf upp úr sjónum,
en hinn endinn er niðri í bátnum og
sést í honum alt, sem speglast í efri
endanum. Þegar tundurbáturinn
nálgast skip niðri í sjónum, sendir
hann frá sér tundursendil, sem er
sívalningur hér nm bil 18 þumlung-
ar í þvermál og 16 fet á Iengd.
Sendlinum er skotið með saman-
þrýstu lofti og fer hann fremnr hægt,