Syrpa - 01.07.1915, Síða 39

Syrpa - 01.07.1915, Síða 39
SYRPA, I. HEFTI 191S 37 l)aí5 er ófrávikjanlcgt lögmál, a'ð hana verður að sclja lœgra vcrði en hún er keyjit. En hvernig sem alt gengur, þá máttu ekki láta skilja á þér, að eg hafi beðið þig að lcaupa flöskuna.” “Eg cr hræddur um að þú sért að gabba mig,” sagði bátstjórinn. “Ef það er ekkert alvarlegra, þá getur það ekki gjört þér neitt ilt,” svaraði Kífi. “Rétt er það, lagsmaður,” sagði bátstjórinn. “En ef þú trúir mér eltki,” bætti Kífi við, “þá skaltu reyna sjálfur. Þegar ])ú ert kominn út úr húsinu, þá skaltu óska þér, að vasi þinn vei-ði fullur af peningum, eða þá að þú fáir rommflösku, eða eitthvað því um líkt, sem þér líkar best—og þá skaltu fá að reyna, livað flösku- tetrið megnar.” “Jæja, lagsi,” sagði bátstjórinn, “eg skal reyna. En ef þú ert að gabba mig, þá skaltu eiga mig á fæti.” Síðan labbaði hann inn trjá- ganginn, en Kífi beið eftir honum. Hann var staddur liér um bil á sama stað og Kókúa, þegar hún beið eftir gamla manninum, sem keypti fyrir hana flöskuna nóttina áður. Kífi var ákvcðnari í áformi sínu, en hún, og lét ekkert á sig bíta; en hugur lians var sárbitur af örvæntingu. Honum fanst liann vera búinn að bíða góða stund, þegar hann heyröi að einhver fór aö syngja inni i trjá- ganginum. Hann þckti þegar að það var rómur bátstjórans, en hann skildi ekkert í því, hvaö liann var orðinn rámur og drafandi. Rétt á eftir sá liann manninn koma slangr- andi fram í birtuna, sem lagði af ljóskerinu. Hann var búinn að binda livítu flöskuna við einn hnappinn í frakkanum sínum, og svo hélt hann á einhverri annari flösku, í hendinni, og bar hana upp að munninum, og saui) úr lienni góðan sojia, um leið og hann kom fram í birtuna. “X>ú crt þá kominn með hana,” sagði Kífi. “Hafðu þig liægan lagsmaður,” hrópaði bátstjórinn, og horfði aftur á bak. “Ef þú kemur einu feti nær mér, þá mola cg á þér liausinn. I>ú liefir auðvitað lialdið, að þú gætir notað mig til þess að skara eldinn að þinni köku, lagsmaður, eða hélztu það ekki?” “Hvað áttu við?” spurði Kífi. “Hvað á eg við!” öskraði bátstjór- inn, “eg á við það, að flaslcan sú arna er allra bczti gripur. Mér cr ómögulegt að botna nokkuð í því, hvernig cg fór að krækja í liana fyrir einar tvær eentímur. En það veit eg með vissu, að þú færð hana aldrei fyrir eina, lagsmaður.” Áttu við það, að þú viljir ekki seija liana aftur?” spurði Kífi með öndina í hálsinum. “Já, ójá, eg á við það,” svaraði bátstjórinn, “en þú getur fengið í staupinu lijá mér, cf þú vilt.” “Eg segi þér alveg satt,” sagði Kífi, “að hvcr sá, sem á þessa flösku, þegar hann deyr, fer áreiðanlega í verri staðinn. “ó, eg held eg fari þá þangað hvort sem er, og flaskan sú arna er sá allra bezti förunautur sem og get fengið,” sagði gamli sjómaður- inn. “Nei, ónei, vinur minn, flösk- una á eg, og hana færðu aldrei. l>ú getur þá reynt að útvega þér aðra í staðinn.”

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.