Syrpa - 01.07.1915, Side 51

Syrpa - 01.07.1915, Side 51
SYRPA, I. HEFTI 1915 49 Vel má þaö vera, aö einhver þess- ara spámanna gfeti einhvern tíma rétt til. Viö búum á brothættum hnetti. Margt getur oröið honunt aö tjóni. Halastjarna getur reltist á hann. Hún getur á hverri stundu svifið að utan úr geimnum, rekið jörð vorri löðrung og molað hana með öllu sem á henni er mélinu smærra svo ekkert verði eftir nema reykur í lofti. Hafsbotninn getur líku bilað. Hann hvað vera þunnur á köflum. Ef gat kaemi á hann, út í Kyrrahafi þó ekki væri stærra en á borð við Bandaríkin, svo að sjórinn streymdi inn í glóandi iður jarðarir.nar, þá mundi samstundis kvikna í and- rúmsloftinu sem umlykur jörðina. Alt líf mundi samstundis farast og hinar hygnu mannskepnur mundu ekki eitiu sinni verða undanskildar. Einnig er hugsanlegt að jörð vor svífi einn góðan veðúrdag inn í ,,eitur belti“. Conan Doyle hugs- ar sér að eitrað gas svífi eins og þunn þokuský í geimnum. Mundi mannkynið þá kafna á fáum mín- útum. Ef til vill kemur upp ný sótt- kveikja á borð við þá sem nýlsga stytti nokkrum fjölskyldum aldur í Frakklandi. Mundi þá svartidauði eða skarlatsótt eða hvað sem mönn- um kynni að koma til hugar að kalla það, útrýma oss af jarðríki á fáum dögum. Vér vitutn einnig að sólin er sjóð- bullandi eldhaf. Hún er fjörutíu sinnum heitari en glóandi járn og þeytir stöðugt út frá sér margra mílna löngum eldstrókum. Það væri engin furða þó að hún splundr- aðist einhvern tíma og liyrfi eins og flugeldur út í geiminn. * Og þá mitndum vér allir frjósa í hel á skammri stundu. En til hvers er að æðrast? S a m s k o n a r hörmungar hjjóta að mæta þér innan fárra ára. Með öðrum orðum: Þú hlýtur að deyja, hvort sem það kann að verða í ró og næði í rúminu þínu, eða tundurkúlur einhvers allsherjar kær- leiks og jafnréttis félags tæta þig til agna. En það, að deyja (og öll erum við dauðleg), það er þinn heims- e n d i r. Hvers vegna þá að gera sér gríl- ur um endirinn ? Lífið er fallvalt og hefir jafnan verið það. Enginn á víst að lifa til næsta sólarlags. Hversvegna að æðrast um gat á hafsbotni eða árekstur stjarna? Ert þú ekki ferðamaður? Verð- ur þú ekki að halda áfram að settu marki, hvort sem á farbréfi þínu stendur heimsendir, magaveiki eða hjartaslag ? Dauðinn kemur eins og þjófur á nóttu. Ef hann er lögum háður, þá er sá er þeim beitir algerlega hafinn' yfir mannlegan mátt og manulega þekkíngu. Og þú veist það. Hvers vegna þá að kvarta ? Hvers vegna að æðrast ? Shakespeare kemst þessu líkt aö orði: Hugleysingjann hundrað sinnum hrollur dauöans tíðum slær; hetju marga er hvergi skeikar hörmung dauðans eitt sinn næf. En mest af öllu mig það undrar að mönnum dauðinn ótta fær, því allir vita í andblæ dauðans pilíft friðarblómstur grær. (Eg. Er. þýddi). 4

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.