Syrpa - 01.07.1915, Side 29

Syrpa - 01.07.1915, Side 29
SYRPA, I. HEFTI 1915 27 þar á Sléttunni voru honum jaínan ætluð heimastörf, var hað gjört til þess að hægra væri að grípa til lians ef nauðsyn krefði, tii dæmis að sækja meðöl eða yfirsetukonu, fara með áríðandi bréf, eða orðsend- ing, sækja naút eða bera út hval- frétt. Til allra pessara verka var hann sjálfsagður bæði fyrir hans eigin húsbændur og aðra. Eftirfylgjandi sögur um skjótleik iians í ferðalögum voru mér sagöar í ungdæmi mínu; gengu þær staf- laust þar um sveitir í minni fólks- ins. Enn eg ætla að gera ögn betur við þær í elii þeirra og lofa þeim að ganga við staf í tímaritinu “Syrpu” Magnús sækir naut. Þogar Magnús var vinnumaður á Grjótnesi á Sléttu, bar svo til ein- livern dag að vetrarlagi að kýr beiddi. En naut var hvergi að fá nær en á Valþjófsstöðum í Núpa- sveit, en það er feykilangur vegur. Bóndi segir Magnúsi hvernig ástatt sé og bíður hann að sækja naut og hafa nú hraðann við. Magnús tók því vel, en sagðist hafa heyrt því fleygt milli manna að kusi væri snjakillur. “Slcilaðu til bóndans á Valþjófsstöðum að eg biðji liann að ljá mér mann til að reka á eftir honum,” sagði bóndi. Magnús játti því, kastaði svo kveðju á heimilis fólkið og hélt á stað. Veður var bjart og kyrt, gangfæri ailgott, lijarn með ökla djúpri logn mjöll yfir. Ekkert segir af ferð hans fyr en hann keinur að Valþjófs stöðum. Fann hann bóndann þar og tjáði honum erindi sitt. Bóndi sagði að nautið væri að vísu heima, en mann gæti hann ekki léð því piltar sínir væru ekki viölátnir. “Þá fer eg með hann einn,” mælti Magnús. “Ofætlun liygg eg það fyrir þig,” sagði bóndi, “eða hefurðu ekki frétt að nautið er svo mannýgt að þrír kaskir karimenn höfðu fult f fangi meö það seinast þegar það vmr sótt, og settu þó á liann fót- bönd?” “Hvað segirðu maður, fótbönd!” át Magnús eftir. “Er það siður ykkar Núpsveitunga, að hefta bless- aðar skepnurnar áður en þið farið með þær í ferðalög?” Bóndi baö hann að draga ekki dár að þessu, því það væri 'satt. Magnús kvaö þetta mundi orðum aukið, það mundi bara leikur í blessaðri skepnunni eftir að liafa staðið svo lengi á básnum. Sagðist oft hafa séð kýr bregða á leik þegar þær væru leystar út á vorin. Enn ef nokkuð væri hæft í þessari sögu, fyndist sér stakur óþarfi aö vera að biðja um mann til að reka á eftir kálfinum; hann hlyti að vera léttur í taumi óheftur, enda kæmi það sér ,betur að þurfa ekki að aka honum á eftir sér eins og sleða, þvi leiðin væri löng og tíminn liði óðum í þetta þarfleysu mas, og illa kynni hann því að hafa farið alla þessa leið og koma svo nautlaus til baka. “3>ú ferð ekki með það einn,” end- urtók bóndi. “Það ætla eg mér þó svo framar- lega sem eg fæ það,” svaraði Magnús. “Eg sleppi því ekki við þig, það væri stór ábyrgðarhluti fyrir mig, því nái nautið til þín, drepur það þig,” sagði bóndi og hvesti röddina. “Eg skal ábyrgjast mig, ef þú vilt ábyrgjast kálfinn, og kallaðu votta að þessu ef þér sýnist svo,” sagði Magnús. “Ábyrgðin lenti á mér ef slys hlyt- ist af,” sagði bóndi.

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.