Syrpa - 01.07.1915, Síða 23

Syrpa - 01.07.1915, Síða 23
SYRPA, I. HEPTI 1915 21 óljóst og þungskilið, þar til alt var um scinan? Eöa gat sá, er sendi hugboðið, eigi haft það skýrara, eða vantaði mig nægan næmleika til að taka á móti því? Eða var hugboð. ið eigi sent til að bjarga lífi Jóns, heldur druknun hans aðeins notuð til að bjarga lífi annars manns fjór- um árum síðar? Þessum spurning- um er eigi hægt að svara nú. En nokkuð beint virðist horfa við, aö bæði hugboðin liafi verið frá dáins manns veru, er liafi sóð svona langt fram í tímann, og vakað yfir lífi liins síðara. I sambandi við druknun Jóns vil eg segja frá atviki, sem eg veit þó eigi undir hvað á að telja. Móskjóni. IJann var áburðarhostur, sem eg átti; þægur, rólyndur og laus við alla kergju. Sumarið 1897, laust fyrir miðjan ágústmánuð, var eg að laxveiði í Bjarga-ósi, við svo nefndan Yað- hvamm. Landslagi er svo háttaö að Bjarga- ós feilur úr Miðhópi um 8 km. á lengd til sjávar. Nesbjörg liggja að vestanverðu við ósinn, en Þingeyr- ai'sandur að austan. Sunnan að Þingeyrarsandi liggur Miðhópið. Er vatn þetta að líkindum um eða yfir 80 ferhyrnings km. að stærð. Eg iagði á stað úr Vaðlivammi lieim til mín að Þingeyrum, rétt áður en fulldimt var um kveldið. Þoka var í lofti og ekkert tungls- Ijós. Vcgurinn frá Bjarga-ósi, austur yfir Þingeyrarsand að Þingeyrum, liggur í allmiklum boga norður á sandinn og mun vera um 8—9 km. að lengd. Er alllöng leið frá vegin- um suður að Hópinu, einkum að vostanverðu, því að austantil geng- ur vatnið mun lengra til norðurs. Þegar eg var kominn á vaðlana austan við Bjarga-ósinn, átti eg aö stefna til norðausturs, en hesturinn streittist við af öllum kröftum að komast til suðausturs. Eg réð því af að fara austur í svo nefnda Hóp- tanga og ríða eftir þeim norður á veginn. En ferðin norður eftir gokk okki greiðlega. Móskjóni setti sig i hnút og nuddaðist varla úr sporunum, livernig sem eg lamdi liann. Eg varð aö mestu að teyma hann norður á veginn. Vegurinn var þar glöggur og greiður eftir sandinum. Taldi eg þá víst, að öll vitleysa væri úr klárnum, og fór því á bak. En það var eins og hestur- inn sæi ekki veginn, þótt eg hvað eftir annað reyndi að koma lionum inn á hann. Stjórnlaust streyttist hann suður á bóginn og vildi helzt fara beint áfram. En þegar þcss var enginn kostur aö hann fengi því ráðið, gekk hann svo mikið út á hliðina til suðurs, sem unt var. Réð eg þá af að skeyta ekkert um veginn, en fara sunnan við liann, og stefna beint á Þingeyrar. Alt kom þó fyrir sama. Eg hélt fast og stöðugt í vinstri taum- inn og sveigði hálsinn til norðurs eins langt og hægt var. Með hægri licndi knúði eg klárinn áfram nær því í sífeliu. En ekkert dugöi. Mó- skjóni fór á krabbagangi út á lilið- ina til suðurs, jafnmikið og eg gat mjakað honum til austurs. Eg sá að þetta var ekki einleikið. Pór því af baki og reyndi að átta hestinn, með ])ví að tala viö liann og teyma til. Líka reyndi eg að atliuga, hvort eg fyndi ekki orkustrauma leggja til

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.