Syrpa - 01.07.1915, Side 45

Syrpa - 01.07.1915, Side 45
SYRPA, I. HEFTI 19lS 43 ing-skák í samanburöi viö þær hern- aöaraðferðir, sem nú tíðkast. Flug- vélarnar láta sprengikúlum rigna yfir borginnar; neöansjávarbátar læö- ast að stærstu herskipunum og senda þeim tundursendla, sem ekkert stenzt fyrir; sprengiduflum er dreift unt allan sjó, og þar mara þau í miöju kafi og sprengja í loft upp alt sem kemur viö þau. Aö vísu spretta ekki herskarar upp úr strá- heilli jörðunni, en jöröin er grafin .sundur og hersveitirnar spretta upp úr skotgröfunum, þegar óvinirnir koina í færi. Ekkert hefir veriö sparað, hvorki hugvit né fé til þess gera drápsvélarnar sent allra stór- virkastar; og vísindalegar uppgötv- anir hafa verið notaöar til umbóta í hernaðaraðferöum ekki síður en í friðsamlegri störfum. Þegar Nelson aðmíráll vann sinn fræga sigur í sjóorustunni við Traf- algar árið 1805 var stærsta herskip í flota Englendinga 2500 smálestir að stærð. Stærstu herskip, sem nú eru bygð, eru um 25000 smálestir. Þá voru öll skip bygð úr eik og hreyfðust eingöngu fyrir seglum. Þau stærri voru afar-rammbygð og þoldu vel fallbyssuskot þeirra tíma, en þau voru sein í snúningum og erfitt að beita þeim. Stærstu skip- in voru kölluð línuskip (ships of the line) og var nafnið dregið af því að þegar þeirn var lagt til orustu voru þau látin liggja í röðum hvort fram af öðru. Þetta var nauðsynlegt vegna þess að fallbyssurnar voru allar á hliðunum og ómögulegt var að skjóta fram eða aftur af skipinu. í þessum skipum voru tvö eða þrjú, og stundum jafnvel fleiri, þilför hvort upp af öðru. Þau stærstu höfðu um og yfir 100 fallbyssur, Stærsta skip Nejsons hafði 120 fall- byssur. Fallbyssunum var komið fyrir á þilförunum, og var skotið út um göt á hliðunum. Allar 120 fall- byssurnar gátu sent frá sér 2500 pund af járni í einu, en það er lítið meira en skot úr einni fallbyssu nú. Sprengikúlur voru þá óþektar. Nokkru mitini en línuskipin voru fregáturnar og voru þær sérstak- lega notaðar til njósnarferða og snúninga í orustum. Enn þá minni skip, sem höfðu aðeins eitt þilfar, voru notuð til að elta uppi flutninga- skip og kaupför. Bæði línuskip og fregátur höfðu afar mikil segl, enda var það nauðsynlegt til að gefa þeim sæmilegan hraða. Þegar farið var að nota gufuaflið til að hreyfa skip, lögðust herskip sem gengu fyrir seglum smám sam- an niður; síðasta seglskipið í herfiota Englendinga var lagt niður einhvern tíma milli 1860 og 70. En lengi framan af voru herskip, sem gengu fyrir gufuafii, bygð úr tré. En eftir því sem kraftmeiri fallbyssur voru fundnar upp varð meiri nauðsyn á að hafa skipin rammbygðari. Var þá farið að verja tréskipin með járni, og UPP ur því að byggja þau ein- göngu úr járni og stáli. í Banda- ríkjunum voru bygð einkennileg her- skip, sem að nokkru leyti urðu fyr- írmynd nútíðarherskipa. Þau voru kölluð monitorar. Voru þau ákaf- lega borðlág og höfðu fáar öflugar fallbyssur, sent var komið fyrir í á- kaflega sterkum turni á miðju skip- inu. Þessi skip voru lítil og urðu ekki notuð nema nálægt landi. Þau lögðust fljótt niður aftur og voru hvergi notuð nenia í Ameríku. En Englendingar bygðu skip 1876, sem var svipað að gerð og monitorarnir,

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.