Syrpa - 01.07.1915, Blaðsíða 41

Syrpa - 01.07.1915, Blaðsíða 41
Hernabarabferbir nútímans. Eftir síra Guöm. Árnason. Því hefir verið spáö að þetta yfir- standandi stríð muni verða hið allra-stórUostlegasta, sem nokkurn tíma hefir háð verið. Enginn efi er á því að sú spá rætist. Ef nokkuð má marka fréttirnar um mannfall og tjón, og í aðal-atr.iðunum eru þær réttar, þrátt fvrir allar ýkjur blaðanna, þá má svo segja, að stríð fyrri tíma, sem þó hafa verið kölluð stór, se'u téttnefndnr barnaleikur í samanburði við þetta. Það á illa við að tala um framfarir í hernaðar- aðferðum og vopnagerð, því að með orðinu framfarir er vanalega átt við þær breytingar, sem fi einhvern hátt eru til hóta fyrir mannkynið. Engar breytíngar, sem valda því að stríðin verða stórkostlegri og ógurlegri eft- ir því sem tímar líða, geta í þeim skilningi kallast framfarir. En sé hernaðurinn einn fyrir augum hafð- ur, og það, hversu mörg mannslíf verða eyðilögð á sem styztum tíma, skoðað sem markmið hans, sem það og er, þá má með sanni segja að stórkostlegar framfarir hafi átt sér stað í öllu sem að hernaði lýtur á síðari tímum. Hin aukna vísinda- þekking, sem er svo eftirtektarvert einkenni 19. aldarinnar hefir verið tekin til nota í hernaði og herútbúni aði ekki síður en á öðrum starfs* sviðum manna. Og afleiðingin er sú ab drApsvélar — annað veröur það naumast nefnt — þær, sem nú eru notaðar eru margfalt afkasta- meiri og geigvænlegri en vopn fyrri tíma. Ýmsu hefir líka verið spáð um það, hversu lengi stríðið muni vara, en sjálfsagt er mjög lítið á þeim spádómum að byggja. Það sýnist samt vera óhugsandi að stríð nú á tímum geti orðið eins langdregið og mörg stríð fyrri tíma, og það þó ekki sé langt aftur í tímann farið, hafa verið. Það sem einkum er því til fyrirstöðu er það, hversu marg- falt fljótari og þægilegri allir flutn- ingar eru nú. Afarmikill liðsfjöldi verður fluttur langar leiðir á örstutt- um tíma í samanburði við það sem áður var. Fregnir og fyrirskipanir berast á svipstundu leiðir, sem áður þurfti marga daga, eða jafnvel vik- ur, til að koma þeim. Járnbrautir og símar hafa ekki minni þýðingu í stríðum nútímans heldur en fallbyss- ur og herskip. En einmilt vegna þess hvað auðvelt er að koma liði á orustuvöllinn og hvað lítinn tíma, í samanburði við það sem áður var, þarf til þess að safna her saman á einn stað, geta stríð nú á tímum ekki orðið eins langvinn og þau oft voru áður. Það eina sem getur gjört stríð langvinn nú er að báðar hliðar hafi n-x-stum að segja óþrjót- andi liðsafla og geti fylt skörðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.