Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Page 3

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1933, Page 3
V a r g u r. Eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. i. Þegar vorar, eru fuglahræður settar í varphólmann. Krosstré eru rekin niður og hulin gömlum og sundurtánum flik- um, allavega litum. Þessár hræður geta verið svo draugalegar, að börn og jafn- vel fullorðnir hræðast þær uín hádaginn. Fatalepparnir berjast í storminum. Það hvín svo ömurlega í þessum krosstrjám, að manni getur dottið í hug, að þarna hangi krossfestir rnenn, sem andvarpa og kveina af óþolandi kvölum. Þetta eru fuglahræðurnar. Þær væru ekki settar þarna, ef æðar- fuglinn hræddist þær. Urn varptímann er hann gæfur og treystir jafnvel á vernd mannanna. Frá fornu fari þekkir hann hræðurnar og veit, að þær eru gerðar honum til varnar. Æðarfuglinn kemur upp í hólmann, kollan verpir og situr á eggjurn sínum dag og nótt. Fleiri og^fleiri bætast í hópinn. Tugir, hundruð, þúsund. Loks má heita svo, að hólminn sé allur þakinn æðarfugli. Varphólminn er friðað land. Þangað má enginn koma, nema með leyfi varp- bóndans. En vargurinn spyr ekki um leyfi. Hræðurnar eiga að tákna lifandi menn, það eina, sem vargurinn hræðist. Stund- um glæpist hann á þessu, flýgur burt þegar hann sér hræðurnar, án þess að XXVI. árg., 4.-6. hefti. gera nokkurn óskunda í varpinu. En vargurinn kemur aftur. Dirfskan og sulturinn verða hræðslunni yfirsterkari. Vargurinn kastar sér niður úr loftinu, hremmir egg eða unga, flýgur burt með bráð sína, etur hana með velþóknun og kemur svo aftur. Þá fyrirlítur hann hræðurnar. Yfir varphólmanum flögra veiðibjöil- ur, hrafnar og skarfar. Varpið er í voða. II. Einn morguninn, þegar varpbóndinn kom út í hólmann, sá hann að vargurinn hafði gert mikinn usla í varpinu. Hér og þar voru brotin egg og dúnflekkir. Varpbóndinn brá litum, stóð um stund agndofa og ráðalaus. Það var eins og síð- asta von hans hefði brugðizt. Svo blés hann í skeggið, stökk upp í bátinn og reri lífróður til lands. Ráðskonunni hnykkti við, þegar hann kom heim. Hann var ekki vanur þvl að vera svona fljótur. Hann borðaði heldur ekki, eins og venja hans var, þegar hann kom úr hólmanum, heldur þaut hann rakleitt upp á loft og sótti byssuna sína. — Hvað ætlar þú að gera með byssu, Hjálmar, varð ráðskonunni að orði. — Vargurinn, vargurinn, helvítis 7

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.