Skátafélagið Væringjar 25 ára - 01.06.1938, Blaðsíða 16
Ársæll Gunnarsson.
Einn af þeim skátaforingjum, er mest og bezt hafa
unnið að skátastarfseminni i Yæringjafélaginu er Ársæll
lieitinn Gunnarsson. Hann starfaði með frá upphafi og
til dauðadags. Hann dó ungur, þann 27. desember 1927,
þá aðeins 32 ára gamall. Væringjunum þótti sárt að
missa Ársæl, sem ávallt hafði reynzt þeim hinn öruggi
leiðtogi og sjálfkjörni foringi, eftir að Tulinius lél af
stjórn félagsins.
Störf Ársæls í þágu Væringjanna og skátahreyfingar-
innar í heild, voru mjög margþætt og merkileg. Hann
var strax, 1913, skipaður undirforingi, og næsta ár gjörð-
ur að hálfdeildarforingja og síðar sveitarforingja. 1921
tók hann við yfirstjórn félagsins og gegndi þeirri stöðu
þar til hann lézt. Hann var einn af þeim, er hezt gengu
fram í því að skipuleggja félagið, sem skátafélag, er
það var gert 1913. Ársæll samdi að mestu handbók
skátaforingja er t. S. í. gaf út. Með þeirri bók var
mjög mörkuð undirstaða undir alla kennslu undir
skátaprófin, eins og þau eru enn i dag. Meðal annars
keraur þar fyrst fram það semaphore-kerfi, er við
skátarnir notum enn i dag. Það var mest fyrir for-
göngu Ársæls, að Væringjafélagið var endurskipulagt
1923, en þá var mikil deyfð komin i alla foringja félags-
ins nema hann. Að útgáfu blaðsins „Liljunnar“, er kom ut
líllö, starfaði Ársæll mjög mikið, einnig var það mesl
lians verk, að blaðið kom úl aftur 1926. Hann vakti
fyrstur máls á þvi i „Liljunni" 1916, að islenzkum skátum
væri nauðsyn á, að hafa með sér Skátasamband, enda
var hann einn af þeim mönnum, er studdi mest að stofn-
un B. í: S. 1925. Hann halði og forgöngu í að koma á